Skírnir - 01.09.1988, Page 32
238
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
föður hennar, auður og ófrjór akurinn og gyðjan sjálf eða slangan
varð björt sem sól á hörund.
Indra fær hér soma hjá Apölu dóttur sólar en hann fékk soma
líka eftir öðrum leiðum. Frá því er sagt í Rig-Veda að guðirnir hafi
eignast soma á þann hátt að örn kom fljúgandi með hann af himn-
um ofan og færði hann Indra og er sú frásögn svo lík frásögn Snorra
um örninn sem flaug í Asgarð með skáldamjöðinn að fræðimenn
munu sammála um að vart geti verið um tilviljun að ræða. Báðar
frásagnirnar hljóti að eiga heima í indó-evrópskum sagnaarfi.57
Eftir því sem ég kemst næst mun aðeins einu sinni vikið að því að
Indra hafi sjálfur verið í arnarlíki og sótt soma en ekki festist það
við hann í indverskri sagnahefð.58 Orninn er kallaður Garuda
(somaþjófur), en Coomeraswamy rekur áfram söguna um örninn
og þá kemur í ljós að það var sjálfur máttur raddar og bragarhátta
(Gayatri, kvk.) sem brá sér í arnarlíki og sótti soma til himna. Sá
máttur er í raun gyðjan Vac, gyðja rómsins, gyðjan sem ljær vitr-
ingum, spámönnum og skáldum andagift.591 raun er hún sértækt
sköpunarafl (sem örninn kölluð Garuda, sem æðsti bragarháttur-
inn er hún kölluð Gayatri), en persónugerð verður hún í samruna
sínum við Prajapati, og saman skapa þau alheiminn og allar
skepnur.
Líklega var það ekki alveg út í bláinn að það goð norrænna
manna sem kennt var við óð skyldi færa goðunum mjöðinn.
I merkri og ýtarlegri grein vekur Coomeraswamy athygli á því
að symplegades-minnið sé upprunalegt í þessum flokki goðsagna
hjá Indverjum ekki síður en hjá öðrum þjóðum.60 Symplegades er
þekkt úr grísku goðafræðinni og voru sem kunnugt er klettar sem
skullu saman. Dúfurnar sem sóttu ambrósiu handa Seifi yfir í ann-
an heim urðu að fljúga milli þessara kletta á leið sinni og kostaði
það alltaf eina þeirra lífið. Symplegades voru hinn lífshættulegi
inngangur að ríki ódáinna, hindrun sem hetjan þurfti að komast í
gegnum ætlaði hún sér að sækja fjársjóð í annan heim. Gríska orðið
er orðið nokkurs konar samheiti yfir fyrirbærið en tálmunin getur
auðvitað verið í ýmsu formi.
Soma var vel gætt á himnum. I Mahabharuta er skýrt frá því að
örninn hafi orðið að smjúga inn um logandi bjart hjól til þess að ná
soma: „Garuda sá tennt hjól úr stáli fyrir framan Soma, alsett egg-