Skírnir - 01.09.1988, Page 33
SKÍRNIR GUNNLÖÐ OG HINN DÝRI MJÖÐUR
239
hvössum blöðum, sem snerist í sífellu, ógnarbjart sem sólin, ó-
segjanlega ógnþrungin smíð, haglega gerð af guðunum til að skera
somaþjófa í tætlur; himnafarinn sá op á hjólinu, tók viðbragð og
kastaði sér í skyndingu í gegn, þaut sem ör milli píláranna [.. .] og
flaug burt með vatn lífsins."611 annarri gerð sögunnar sem sögð er
í Satapatha Brahmana þurfti örninn að komast milli tveggja gylltra
en egghvassra jurtablaða sem skullu saman á augnabliksfresti.62
I Snorra-Eddu segir: „Flytur Suttungur mjöðinn heim og hirðir
þar sem heita Hnitbjörg. Setur þar til gæslu dóttur sína Gunn-
löðu.“ Mjöðurinn er einnig nefndur Hnitbjargalögur í íslenskri
sagnageymd. Hnit merkir árekstur og Hnitbjörg eru þá árekstrar-
klettar eða klettar sem skella saman. Ekki getur leikið vafi á því að
í frásögn Snorra sé varðveitt minnið um symplegades, hinn hættu-
lega inngang í annan heim, kletta sem skullu saman og þurfti ofur-
mannlega útsjónarsemi til að komast í gegnum og ná í fjársjóðinn
án þess að verða á milli.63 I því var dáð hetjunnar fólgin. I raun
tákna hnitbjörg hið hárfína bil milli lífs og dauða. Svo snögglega
varð hetjan að þjóta inn og út aftur að Coomeraswamy orðar það
svo að ekki þýði fyrir þann að reyna sem geti ekki gert upp við sig
hvort hann á að vera eða vera ekki. Því fylgir það yfirleitt sögum af
þessu tagi að hetjan sleppi svo naumlega að hún missi einhvers.
Samkvæmt lögmálum goðsögunnar má því ætla að hetja sem tefði
heila þrjá sólarhringa væri dauðans matur.
Bæði í Rig-Veda og í Satapatha Brahmana er sagt frá því að Gar-
uda hafi ekki komist klakklaust úr þessari hættuför. Vörður gætti
soma og skaut ör af bogastreng á eftir erninum og við það missti
fuglinn eina fjöður á flótta sínum.64 Vörðurinn sem gætti soma er
talinn hafa verið snákur.
Við flóttann má því einnig sjá eftirtektarverða hliðstæðu við frá-
sögn Snorra er Suttungur sem gætti mjaðarins elti örninn með þeim
afleiðingum að hann missti hluta af ránsfengnum.
Ein saga indversk tengir soma (lífsins vatn) við jötna.
Somaprabha (eiginlega somaskinið eða birtan), dóttir Asura
Maya, jötuns, sem er smiður guðanna, hefur tekið á sig mynd
mennskrar konu og er að skemmta vini sínum með því að sýna
honum smíðisgripi sem faðir hennar hefur smíðað og útskýrirfyrir
föður hans alla þá furðusmíð sem í raun tengist gangverki himins