Skírnir - 01.09.1988, Page 35
SKÍRNIR GUNNLÖÐ OG HINN DÝRI MJÖÐUR
241
Þessi ólíku viðhorf jötna og guða endurspeglast í Hávamálum og
Snorra-Eddu. Þó að lýsingin á Oðni, þegar hann er að bögglast við
að ná miðinum, nái ekki upp í hæðir hetjudáðanna, leynir sér ekki
aðdáunin á honum yfir að hafa komið miðinum til guðanna.
En viðhorfið í 110. erindi Hávamála er allt annað:
Baugeið Oðinn
hygg ek at unnit hafi,
hvat skal hans tryggðum trúa?
Aherslan er á svikum fremur en ráni. Sjónarhornið er ekki sjón-
arhorn hinnar hugrökku hetju sem unnið hefur afreksverk. Hér er
sleginn allt að því harmrænn tónn. Trúnaður er rofinn, brostin
heilindi í goðheimi. Sagnir um rán á helgu keri úr undirheimum
(hofum?) eru vel þekktar. Frásögnin um ránið í Hávamálum gæti
verið grein af þeim meiði.
Niðurstaða mín af samanburði á 104.-110. erindum Hávamála
og frásögn Snorra-Eddu af samskiptum Gunnlaðar og Óðins er í
stuttu máli sú, að þessi erindi Hávamála skýri frá helgisið hliðstæð-
um þeim sem tíðkaðist á Irlandi til forna og tengdist „Sovereign-
ty“, og að í þeim sé lýst „konunglegu brúðkaupi“ þar sem konung-
ur var vígður landi og ríki, en frásögn Snorra Sturlusonar byggi
hins vegar í höfuðatriðum á goðsögunni um rán ódáinsveigarinnar.
Hinn dýri mjöður Hávamála tengist konungum og er þar dreypi-
fórn, „veig lífsins“, en Snorri tengir drykkinn skáldum og fræða-
mönnum. Inn í goðsöguna virðist Snorri hafa skotið sagnaleifum
um „konunglegt brúðkaup“ Gunnlaðar og Óðins en vitneskja hans
um vígslusiðinn hefur verið afar takmörkuð. Af þeim sökum hefur
frásögn hans afbakast mjög og sú staðhæfing sem út úr henni má
lesa og haldið hefur verið á lofti, að Gunnlöð hafi látið tælast til að
gefa Óðni mjöðinn dýra, er rangtúlkun. Goðsögur fjalla um hug-
myndir fyrri tíðar manna um tilvist þeirra á jörðinni og eru vitnis-
burður um trúarbrögð þeirra og helgihald. Kjarni goðsagna er
aldrei lágkúra.
16 — Skímir