Skírnir - 01.09.1988, Síða 41
SKÍRNIR
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
247
máli, er annars vegar alþjóðlegur afli hins enska orðaforða, sem oft
og tíðum hefur slitið merkingartengslin við uppruna sinn, og hins
vegar námundi íslenzkrar tungu við fornar rætur sínar, sem veldur
því, að íslenzk orð eru einatt mjög svo gagnsæ um merkingu; en af
þeim sökum verður notagildi þeirra oft með nokkuð öðrum hætti
en ella; þau geta verið nákvæmari og markvísari, ef því er að skipta,
en kunna aftur á móti að eiga sér naumari vettvang.
Þetta má ef til vill skýra að nokkru með einföldu dæmi úr hvers-
dagslegu nútímamáli. Orðið atorn var á sínum tíma þýtt með ný-
yrðinu ódeili, sem er bókstafleg þýðing á hinu gríska orði („það
sem ekki er hægt að deila“). En brátt kom í ljós, að atom er fjarri því
að vera „ódeili“, svo það orð varð ekki lengur nothæft; í þess stað
kom orðið frumeind, sem merkir „frumleg eining" (primary unit)
og bjargar merkingu sinni nokkurn veginn með því að tákna hina
minnstu ögn hvers frumefnis um sig. Þarna reyndist þá íslenzka
orðið ódeili ónothæft vegna þess að gagnsæi þess sýndi o/ ná-
kvœma merkingu hins erlenda orðs, sem það átti að leysa af hólmi.
Hins vegar er orðið atom jafn-gott og gilt þó að uppruna-merking
þess samsvari ekki lengur því hugtaki sem um ræðir, því enginn er
að rekast í grískri orðsifjafræði þegar það er notað; það er sem sé
ekki „gagnsætt" lengur.
Ymislegt af þessu tagi kemur oft til álita þegar þýtt er; uppruna-
merking hins íslenzka orðs getur verið „of augljós“ og truflað leik
þess í hlutverki erlends orðs, sem kallað er samsvarandi.
Annað atriði sem miklu varðar, þegar málin tvö eru borin saman,
er atkvæðafjöldi orðanna. Islenzka er mikið beygingamál, og ýmis-
legar beygingarendingar verða til að teygja á orðum, sem ef til vill
samsvara mjög stuttum enskum orðum. Setning sem sögð yrði með
jafn-mörgum orðum á íslenzku og ensku, gæti því sem hægast orð-
ið helmingi fleiri atkvæði á íslenzku. Slíkan vanda eiga vitaskuld
mörg tungumál við að stríða, þegar þýtt er úr ensku. En þegar þýtt
er ljóðmál, er hættan sú, að annaðhvort verði efnið of aðþrengt og
saman þjappað, ellegar formið teygist um of. Ef það sem sagt er á
ensku í þrem stakhendu-ljóðlínum þenur sig yfir fjórar línur í þýð-
ingu, er hætt við að einið missi nokkuð af þrótti sínum og jafnvel
lyppist niður máttlaust og úrvinda.
Andhverfan á þessum vanda sést þegar Englendingar þýða á sitt