Skírnir - 01.09.1988, Page 43
SKÍRNIR
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
249
spearesþýðandi um það að velja að vera í öllu trúr íslenzkri brag-
hefð og una þeim kostum sem hún býr yfir, eða víkja að nokkru frá
henni í því skyni að nálgast stíl Shakespeares örlitlu meir en ella.
En Shakespeare beitir fleiri aðgerðum til að liðka um bragliðina
í ljóðlínum sínum en að skipta á jömbum fyrir aðra bragliði. Þar
veldur einnig miklu meðferð hans á sérhljóðum þar sem orð
mætast. Yfirleitt forðast hann að láta tveim sérhljóðum lenda þann-
ig saman, að milli þeirra verði hljóðgap (hiatus) eða niður gæti fall-
ið atkvæði úr braglið í flutningi að öðrum kosti. Hins vegar gerir
hann talsvert mikið af því að láta öðrum af tveim nástæðum sér-
hljóðum vera bragfræðilega ofaukið, svo að eðlilegt brottfall hans
í flutningi gæti engum braglið spillt. Stundum er greinilegt að hann
ætlar báðum sérhljóðunum að lifa, þegar svo stendur á; jambi fer þá
að nálgast anapest, og verður hrynjandin oft mýkri en ella fyrir
vikið; það er eins og honum þyki nóg, að heyrandinn finni að
„auka-sérhljóður“ gœti fallið brott í flutningi, þótt slíkur flutning-
ur yrði ekki eðlilegur. Ef til vill á þessi tilhögun nokkurn þátt í því,
hve mörg af persónunöfnum hans hafa nástæða sérhljóða (Romeo,
Juliet, Mercutio, Sebastian, o. s. frv.). I stakhendunni fá ýms nöfn
af þessu tagi ýmist einu atkvæði fleira eða færra (t. d. verður Romeo
ýmist þrjú atkvæði eða jafngildi tveggja). I íslenzkri braghefð er
ekkert sem mælir gegn slíkri meðferð; þar hefur henni oft verið
beitt af mikilli smekkvísi til áhrifa. Þess má einnig geta, að dæmi um
línuhlaup að hætti Shakespeares (run-on lines) hefur jafnan mátt
finna í góðum íslenzkum kveðskap, meðal annars í pentajamba
Jónasar Hallgrímssonar. Þar á ljóðstafasetningin þátt í því með
reglufestu sinni að varðveita ljóðlínurnar eigi að síður og forða
bragnum frá því að fá á sig of mikinn svip af lausamáli.
Að öðru leyti tel ég að einkum sé ástæða til að minnast á eitt at-
riði, sem valdið getur íslenzkum þýðanda verulegum erfiðleikum;
en það eru nöfn manna og staða.
Lítum til dæmis á konungaleikina. Fjöldi enskra staðanafna á sér
rótgrónar myndir í íslenzku máli allt frá fornu fari, raunar meiri
hluti þeirra sem fyrir koma í þessum leikritum, svo sem Lundúnir
(London),/órfzA (York), Kantarabyrgi eða Kantaraborg (Canter-
bury), Mýræfi (Murray), Fífi (Fife), Katanes (Caithness), o. s. frv.
I íslenzkum texta þessara leikrita þætti víst fæstum annað koma til