Skírnir - 01.09.1988, Page 44
250
HELGI HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
greina en að nota þessi íslenzku staðanöfn og önnur slík. Það þætti
t. d. hlálegt að kasta burt auðskildu íslenzku nafni eins og Ka.ta.nes
(ship-ness) sem stendur í íslenzkum ritum frá fornu fari, og taka í
staðinn óskiljanlega „afbökun" þess. En oftast eru íslenzku nöfnin
lengri en þau ensku, og lengjast enn í fallbeygingu, og verður það
ekki til að auðvelda notkun þeirra. Þó er hitt verra, að sum ensku
nöfnin eiga sér enga mynd á íslenzku, og hlytu þau flest að stinga
harkalega í stúf, ef þau væru notuð óbreytt. Þar er því naumast ann-
arra kosta völ en að finna þeim einhverja samsvörun sem kallast
mætti íslenzk, en væri þó í nægilegum skyldleika við hina ensku
nafnmynd, um merkingu eða hljóðlíkingu, með öðrum orðum
breyta hinu enska nafni annaðhvort í þýðingarnafn eða tökunafn.
Þannig hefur t. d. Warwick orðið að Varvík, Shrewsbury að
Skrúðsborg, Athol að Auðhólar, o. s. frv.
Ekki tekur betra við þegar kemur að mannanöfnum. Fáum Is-
lendingum dytti í hug, að konungarnir Edward, Henry og Richard
gætu heitið annað en Játvarður, Hinrik og Ríkarður í íslenzkum
texta. En þá fyrst vandast málið að marki, þegar enskir aðalsmenn
eru nefndir eftir hertogadæmum sínum eða jarlsdæmum. Þar kann
íslenzk tunga ekki önnur ráð en þau sem tíðkazt hafa í íslenzkum
ritum á öllum öldum. Bærinn York getur ekki heitið á íslenzku
annað en Jórvík, svo sem hann hefur nefndur verið síðan Island
byggðist; ogJórvík gæti með engu móti verið annað en staðarnafn.
Svo þó að faðir konunganna Játvarðar fjórða og Ríkarðs þriðja sé
á ensku einungis nefndur „York“, er engin leið að hann kallist á ís-
lenzku annað en hertoginn af Jórvík. Þannig verður eitt atkvæði á
ensku að sex á íslenzku (og sjö í þágufalli), og þá er ekki mikið rúm
eftir í þeirri línu. Þegar menn eru nefndir á þennan hátt í enskum
texta, verður ævinlega að fylgja íslenzkri mynd staðarnafnsins
„hertoginn af“, „jarlinn á (eða í)“, o. s. frv., nema brugðið sé á ann-
að ráð þegar þess er kostur.
Yms fleiri nöfn í leikritunum eiga sér fastar íslenzkar myndir eða
hliðstæður, svo sem Barðólfur (Bardolph), Vilhjálmur (William),
Katrín (Katharine), o. s. frv. Þau er sjálfgert að nota. Onnur nöfn
og viðurnefni hafa hlotið sömu örlög og staðanöfnin og breytzt
annaðhvort í þýðingarnöfn eða tökunöfn. Þannig urðu til nöfn eins
og Slápur, sem er e. k. þýðing á Slender, og Númi, sem er hljóðlík-