Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 46
252
HELGI HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
Fyrstu Shakespeares-þýðingar á íslenzku gerðu skáldin Stein-
gHmur Thorsteinsson (1831-1913), sem þýddi King Lear (útg.
1878), og Matthías Jochumsson (1835-1920), sem þýddi Macheth
(1874), Hamlet (1878), Othello (1882) og Romeo andJuliet( 1887):
Þýðingar þeirra hafa verið endurprentaðar hvað eftir annað, enda
gerðar af hagleik á þróttmiklu og fögru máli. Báðir fylgja þeir formi
frumtexta um lausamál og brag og virða þó að mestu íslenzkar regl-
ur um skipan ljóðstafa. Þegar þýðingar þessar voru gefnar út, var
leiklist á Islandi í frumbernsku, svo þær komust ekki á svið, en
voru vel þegið lesefni, og því gildi halda þær enn. Helzt hefur þeim
verið fundið það til foráttu, að þær henti ekki leiksviði jafn-vel og
lestri. Þó var Hamlet-þýðing Matthíasar leikin í Iðnó-leikhúsinu í
Reykjavík 1949 og aftur í Þjóðleikhúsinu á Shakespeares-hátíð
1964. Það ár var þýðing Matthíasar á Othello einnig leikin í útvarp.
En árið 1943 hafði Ríkisútvarpið flutt þýðingu hans á Macbeth.
Arið 1885 birti Eiríkur Magnússon, háskólabókavörður í Cam-
bridge, (1833-1913) þýðingu sína á The Tempest, og var hún prent-
uð ásamt frumtexta með allmiklum skýringum þýðandans. Aldrei
var hún leikin en mun hafa þótt góð og fróðleg lesning, þó að nokk-
uð væri um hana deilt þegar hún kom út.
Á þriðja tug þessarar aldar þýddi leikritaskáldið Indriði Einars-
son (1851-1939) fjórtán Shakespeares-leikrit: Twelfth Night, As
You Like It, Much Ado About Nothing, The Merchant ofVenice,
A Midsummer-Night’s Dream, The Winter’s Tale, Cymbeline,
Henry IV, Part /-//, Henry VI, Part /-///, Richard III, ogjulius
Caesar. Þýðingar Indriða eru í eigu Þjóðleikhússins en hafa ekki
enn verið gefnar út. En í Iðnó-leikhúsi voru tvær þeirra leiknar,
Twelfth Night 1925 og 1932, og Winter’s Tale 1926. Enn fremur
var þýðing hans á Winter’s Tale flutt í útvarp á Shakespeares-hátíð
1964.
Arið 1944 var The Merchant ofVenice á fjölunum í Iðnó-leik-
húsi í þýðingu Sigurðar Grímssonar skálds (1896-1975), ogvar hún
síðan gefin út (1946). Þess má geta, að til er óprentuð þýðing á
Hamlet eftir íslenzkan bónda, Ingjald Nikulásson, sem einnig
þýddi hluta af The Merchant ofVenice.
Það sem birzt hefur á íslenzku eftir Shakespeare annað en heil
leikrit, er ræða Antony’s í Julius Caesar, III, 2, sem Guðmundur