Skírnir - 01.09.1988, Page 50
KIRSTEN WOLF OG JULIAN MELDON D’ARCY
Walter Scott og Eyrbyggja
i
ÁHUGI Sir Walters Scott á fornum bókmenntum og sögu Norður-
landa er víðkunnur og hafa margir fræðimenn og gagnrýnendur
vitnað til hans með ýmsu móti. Það er ljóst að Scott var þegar á
námsárum sínum í Edinborg orðinn mikill áhugamaður um nor-
ræn fræði því árið 1790 flutti hann erindi hjá Bókmenntafélaginu
(The Literary Society) um engilsaxneska og íslenska þjóðfræði, og
annað ári síðar um norræna goðafræði í Ihugunarfélaginu (The
Speculative Society).1 Að loknum prófum sökkti hann sér síðan í
bók Bartholins um fornminjar í Danmörku.2 Scott gerðist áskrif-
andi að útgáfum Árnanefndar á fornsögunum sem komu út í
Kaupmannahöfn 1770 og næstu ár á eftir. Allt sitt líf unni hann
raunar fornnorrænni sögu og menningu. Er hann lést árið 1832 var
að finna í safni hans heima á Abbotsford margar af merkustu bók-
um sem þá fengust um fornnorræn efni.
Áhrif úr þessari átt á verk Scotts hafa verið rannsökuð og rakin
mjög ítarlega, ekki hvað síst af Paul Robert Lieder. Af vandaðri at-
hugun hans sést að Scott sótti einkum þekkingu sína á fornnor-
rænni goðafræði, sögu og bókmenntum í verk Thomas Bartholins,
Olaus Magnus og Torfæus.31 ljóðum sínum og skáldsögum notaði
hann ýmislegt úr þeim verkum (oftast nær sem útskýringar neð-
anmáls), einkum fyrirbæri eins og valkyrjur, spákonur, töfrasverð,
varúlfa, dreka, dverga, berserki og töfrarúnir. Norrænt efni er hvað
mest áberandi í söguljóðum eins og The Lay of the Last Minstrel,
The Lady of the Lake, The Lord of the Isles, Rokeby og Harold the
Dauntless, en einnig í skáldsögum hans ívari hlújárni, The Anti-
quary og The Pirate. Þekkingar Scotts á norrænum fornbók-
menntum gætir hvað mest í þeirri síðastnefndu þar sem er að finna