Skírnir - 01.09.1988, Side 51
SKÍRNIR
WALTER SCOTT OG EYRBYGGJA
257
hina melódramatísku spákonu, Norna, en einnig eru þættir í sögu-
þræðinum beinlínis teknir að láni úr Eyrbyggju og Eiríkssögu.
Þótt umfjöllun Lieders sé ítarleg og fjölmörg dæmi séu valin af
kostgæfni, þá er hún tæpast tæmandi. Líkt og F. W. J. Fíeuser
bendir á í ritdómi sínum um greinina, þá er hvergi minnst á bók
Scotts Letters on Demonology and Witchcraft (1830) þar sem víða
er vikið að norrænni þjóðtrú, sérstaklega dvergum, álfum og
draugum.4 A grein Lieders er ennfremur annar galli: A einum stað
kveðst hann hafa „geymt til nánari umfjöllunar" þau fjögur verk
Scotts, sem „í veigamiklum atriðum fást við eða eru undir áhrifum
frá fornum ritum norrænum“,5 en þ. á m. er Abstract of Eyrbiggia-
Saga [sic] (hér eftir nefnt Abstract). Hvað Abstract viðvíkur þá
reynist þessi „nánari umfjöllun" ekki annað en stutt málsgrein þar
sem einungis er sagt að frumheimild Scotts hafi verið Eyrbyggja
Saga (hér eftir Eyrbyggja) sem Grímur Thorkelín gaf út bæði á ís-
lensku og latínu, og að Scott hafi stytt og endursagt söguna á ensku.
Engin tilraun er gerð til að meta eða gagnrýna aðferð Scotts við að
velja úr og þýða efni sitt.
Fræðimenn í norrænum jafnt sem enskum bókmenntum hafa
satt að segja tekið nokkuð undarlega á endursögn Scotts á Eyr-
byggju. Til dæmis segir Edward J. Cowan að „eina ritsmíð Scotts
um sögurnar sé hinn langi útdráttur úr Eyrbyggja sógu sem birtist
í bók þeirra Webers og Jamiesons Illustrations ofNorthern Antiq-
uities, 1814“.6 Talað er um allt verkið sem „mikið að vöxtum“7 en
annars ekki minnst á hvernig til hafi tekist við þessa útgáfu Scotts
á sögunni. A svipaðan hátt getur Einar Ol. Sveinsson þess að Scott
hafi gert „einkar skemmtilegan útdrátt úr sögunni" en ræðir það
síðan ekkert nánar.8 Og ævisagnaritarar hans, þeir Lockhart,
Grierson og Johnson nefna Abstract aðeins einu sinni hver9 og
Buchan lætur þess alveg ógetið.10 Þetta er allt þeim mun furðulegra
þegar haft er í huga að útgáfa Scotts á Eyrbyggju er oft talin fyrsta
heila fornsagan sem þýdd er á enska tungu.11 Einkum eru það tveir
fræðimenn sem bent hafa á mikilvægi þessa atriðis: Edith Batho,
sem staðhæfir að með Abstract „sé innihald og gildi fornsagnanna
í fyrsta sinn viðurkennt í enskri menningu",12 og John Simpson,
sem kallar það „eina dæmið en þýðingarmikið" um að Scott kynni
fyrir enskum lesendum „nýja og merkilega hlið á bókmenntum og
17 — Skírnir