Skírnir - 01.09.1988, Page 52
258
KIRSTEN WOLF OG JULIAN M. D’ARCY SKÍRNIR
lifnaðarháttum Islendinga á miðöldum".13 Svo undarlega bregður
við að þótt Batho lýsi vandlega í grein sinni hvernig Scott snýr sögu
Gunnars Helmings (í Letters on Demonology and Witchcraft) úr
latínu og íslensku, þá hefur hún engin orð um efni og stíl í útgáfu
Scotts á Eyrbyggju. Um það hefur Simpson mun meira að segja, að
minnsta kosti almennt. „Scott segir söguna af mikilli list“, segir
hann, „og athugasemdir hans um hana koma oftast nær beint að
kjarnanum."14 Simpson gengur jafnvel svo langt að halda því fram
að með þjóðfélagslegu raunsæi sínu sjái Scott að „efnisleg eining
sögunnar felist í því að hún lýsi samfélagi í mótun“.15 Simpson er
fullur aðdáunar á Scott fyrir glöggskyggni hans á söguna, einkum
þó á hlutverk Snorra goða bæði í sögunni og þjóðfélaginu:
Að slík persóna, sem er meira í ætt við lögmann eða stjórnvitring en
stríðsmann, skuli ná svo langt svo snemma í sögu þjóðarinnar sýnir hve Is-
lendingar mátu þá þegar vitsmunalegan styrk umfram frumstæðari eigin-
leika eins og krafta og hugrekki, og er enn ein sönnunin fyrir því hve skjótt
siðmenning komst á í þessu óvenjulega samfélagi.16
Innskot Scotts í Abstract eru reyndar oft á tíðum skarpar athuga-
semdir um ýmislegt á Islandi á miðöldum. Hann bendir sérstaklega
á „þá miklu virðingu sem konur nutu á þessu fyrsta tímaskeiði
þjóðarinnar" (481)17 og tekur síðan skilnað Þórdísar við Börk sem
dæmi þar um (482). Sem lögfræðingi þótti Scott einnig mikið til
þess koma hve oft Islendingar leystu ágreining sín á milli með löng-
um og flóknum málaferlum:
I tengslum við margvísleg dæmi Eyrbyggja Sögu um virðingu fyrir lögum
og rétti, jafnvel í verstu illdeilum, virðist mega sjá hve óvenju háan sess lög
héraðanna skipuðu með þessari einstöku þjóð, jafnvel strax á fyrstu skeið-
um samfélagsins. (509)18
Scott lætur einnig í ljósi athyglisverða túlkun á kristnitöku á íslandi
árið 1000, túlkun sem nokkrir íslenskir sagnfræðingar hafa sett
fram fyrir nokkrum áratugum.19
Þar sem þetta var þriðja tilraunin til að boða kristni á eyjunni má telja lík-
legt að þá þegar hafi skynsemi íslendinga snúist í laumi frá heiðinni hjátrú
og að dýrkun Þórs hafi minnkað meðal þjóðarinnar. (532)20