Skírnir - 01.09.1988, Side 53
SKÍRNIR
WALTER SCOTT OG EYRBYGGJA
259
Bæði Batho og Simpson færa ein rök enn fyrir mikilvægi Ab-
stracts Scotts: að vinnan við þessa sögu haustið 1813 hafi síðar orð-
ið honum innblástur til að ljúka hugmyndaríku verki sem hann
hafði þá byrjað á og hætt við tvisvar áður. Það verk snýst um sögu
og samfélag í heimalandi hans sjálfs og er fyrsta skáldsaga hans,
Waverley, sem kom út árið 1814:
Og, svo notuð séu orð dr. Saintsburys, ef Scott er faðir og Jane Austen
móðir skáldsögu síðari tíma, þá gerum við höfundi Eyrbyggju líklega ekki
nema rétt til með því að viðurkenna hann sem einn af forfeðrunum.21
Þessi tvíþættu rök fyrir mikilvægi Abstracts Scotts, þ. e. að hafa
verið enskum lesendum 19. aldar merkileg kynning á norrænum
bókmenntum og átt jafnframt virkan þátt í því að Scott gerðist
sjálfur skáldsagnahöfundur, virðast þess vegna útheimta að út-
dráttur hans og þýðing á Eyrbyggju séu rannsökuð af meiri ná-
kvæmni en hingað til.
II
Fullvíst má telja að nútímalesendur, sem eru vel að sér í fornsögun-
um og sérstaklega í Eyrbyggju, verði fyrir vonbrigðum með Ab-
stract Scotts. Þar eru margar gáleysisvillur, stundum hrapallegar,
og með nokkuð handahófskenndu efnisvali afbakar Scott söguna
allverulega. Við þýðinguna er notuð fremur þunglamaleg latínu-
skotin enska sem er yfirleitt fjarri því að ná fram hnitmiðuðum stíl ís-
lendingasagna. Og þótt innskot og athugasemdir Scotts séu stund-
um skörp og fróðleg þá bera sum þeirra vitni um algeran mislestur
eða misskilning á textanum. Tónninn er gefinn strax í upphafslínu
Abstracts (477) þar sem Scott talar um að Island sé enn á valdi
Noregskonungs árið 1264, en það var ekki fyrr en þetta sama ár
sem forystumenn í Austfirðingafjórðungi játuðust loks undir Nor-
egskonung. Þekkingu Scotts á íslenskum staðháttum var einnig í
ýmsu ábótavant, því í fyrstu neðanmálsgrein sinni talar hann um
Þórsnes, þar sem ýmsir atburðir Eyrbyggju eiga sér stað, sem hluta
af Gullbringusýslu (518)!
Lieder, Batho og Simpson hafa öll bent á að þótt Scott telji sig
kunna eitthvað svolítið í forníslensku þá treysti hann undantekn-
ingarlaust á latínuþýðingu á því íslenska efni sem hann notar í verk