Skírnir - 01.09.1988, Page 61
SKÍRNIR
WALTER SCOTT OG EYRBYGGJA
267
Scott:
No feeble force, no female hand,
Compels me from my native land;
O’er-match’d in numbers and in might,
By banded hosts in armour bright,
In vain attesting laws and gods,
A guiltless man, I yield to odds. (488)
Útgáfa Thorkelíns:
Þvíat i vetr, en vitra
Vangs sakat ek þik gánga
Hirdi dis frá húsi
húns Skrautligar búna. (XXVIII, 134/5)
Scott:
Oh, whither dost thou bend thy way
Fair maiden, in such rich array,
For never have I seen thee roam
So gaily dressed so far from home? (492)
Slíkur kveðskapur á ensku gefur beinlínis falska mynd af efni og
formi íslenskra dróttkvæða, sem er vægast sagt óheppilegt í verki
sem er ætlað að kynna fornnorrænar bókmenntir.
III
Aður en nokkrar endanlegar niðurstöður verða settar fram um Ab-
stract Scotts, er bæði rétt og skylt að huga ofurlítið að fullyrðingum
um að þetta verk valdi þáttaskilum í hans eigin skáldskap. Edith
Batho varð fyrst til að benda á, að „það verði samt að teljast nokk-
uð merkilegt“ að Scott skuli snúa sér að sagnagerð „strax að lokinni
ítarlegri rannsókn á einni af athyglisverðustu fornsögunum“, og
kemst að þeirri niðurstöðu að „vel sé hugsanlegt að Eyrbyggja hafi
verið hvatinn" að því að Scott gerðist skáldsagnahöfundur.35 Hún
styður þetta enn frekari rökum annars staðar með því að vekja at-
hygli á þeirri staðreynd að „almennt líkjast Waverley sögurnar
fornsögunum greinilega í því að blanda saman því hetjulega, því
skoplega og ósköp einföldu raunsæi“.36 Simpson er Batho alveg
sammála og styður kenningu hennar enn frekar er hann heldur
fram „nánum bókmenntalegum skyldleika" milli Scotts og höf-