Skírnir - 01.09.1988, Page 62
268
KIRSTEN WOLF OG JULIAN M. D’ARCY SKÍRNIR
undar Eyrbyggju sem felist í þjóðfélagslegu raunsæi þeirra og því
að Scott var „trúr og dyggur þeim örlagaríku félagslegu breyting-
um er hann varð vitni að“ í heimabyggð sinni og gervöllu samfélag-
inu.37 Bæði Batho og Simpson játa hins vegar, þó með semingi sé,
að tilgáta þeirra verði ekki sönnuð. Þar vegur kannski ekki minnst
að Scott viðurkenndi aldrei sjálfur nein tengsl á milli Abstracts og
Waverleys; raunar hélt hann því eindregið fram að til Waverleys
hefði hann sótt innblástur í skáldsögur Maria Edgeworths um sam-
félag og lifnaðarhætti á Irlandi. En það eru samt sem áður aðrir
þættir í lífi Scotts og rithöfundarferli á árunum 1813-14 sem grafa
verulega undan eða jafnvel hrekja gjörsamlega kenningu þeirra
Bathos og Simpsons.
I fyrsta lagi þýddi það kannski ekki eins gagngerar breytingar Og
ætla mætti fyrir Scott að snúa sér að skáldskap í óbundnu máli, því
það fól ekki í sér neinar nýjungar í yrkisefni. Scott var þá þegar
frægur fyrir söguljóð sín fremur en ljóðrænan kveðskap og í
fléttum, persónusköpun og efnislegri uppbyggingu skáldsagna
hans má finna ýmsa þætti úr fyrri ljóðum hans sem mörg hver voru
skáldsögur í ljóðformi. Enn fremur hafði Scott raunar byrjað á
Waverley tvisvar áður, árin 1805 og 1810, en lagt verkið til hliðar
vegna ónægrar hvatningar svo og vegna velgengni á öðru sviði. Vel-
gengni er hér lykilorð því enn eitt atriðið sem úrslitum réði um það
að Scott tók að skrifa skáldsögur var samkeppnin við nýjan skáld-
mæring, Byron lávarð, en bók hans, Childe Harold’s Pilgrimage,
hafði komið út árið 1812 og varð mjög vinsæl þegar í stað, enda
sigldi í kjölfarið hver metsölubókin eftir aðra. Hins vegar má segja
að enda þótt bók Scotts, Rokeby, sem einnig kom út 1812, hafi selst
ágæta vel, þá hlaut hún ekki líkt því eins góðar viðtökur og fyrri
bækur hans. Scott var þó það skarpur gagnrýnandi og heiðarlegur
að honum yfirsást ekki hvílíkt afburðaskáld Byron var og „innst
inni vissi hann að sjálfur væri hann kominn úr tísku“.38 Hann hélt
uppteknum hætti og lauk öðrum söguljóðum sínum en á miðju ári
1813 hafði hann „þegar sagt skilið við ljóðlistina sem lífsviðurværi
sitt“.39 Svo sem þessi orð gefa til kynna verður einnig að taka fjár-
mál með í reikninginn. Arið 1813, þegar frami Byrons tók að
skyggja á hans eiginn og hann „sá atvinnu sína hverfa að miklu
leyti“,40 blasti gjaldþrot við Scott.41 Þá vill honum það til happs að