Skírnir - 01.09.1988, Page 63
SKÍRNIR
WALTER SCOTT OG EYRBYGGJA
269
hann rótar í gömlu skrifborði í leit að einhverju veiðidóti fyrir vin
sinn - og finnur gamalt handrit að Waverley. Hinar miklu skuldir
ásamt brýnni þörf á að endurheimta orðstír sinn á bókmenntasvið-
inu (jafnvel með nafnleynd) hefðu nær örugglega nægt honum sem
hvatning til að ljúka við og gefa út Waverley.42 Eins og Edgar John-
son komst svo hnyttilega að orði um líklegt hugarástand Scotts:
„kannski skáldsaga í óbundnu máli kæmi betur út en önnur
Rokeby“,43 Þannig eru það ýmsir samverkandi atburðir, á bók-
menntasviðinu, í einkalífinu og í fjármálum, sem allir stuðla að því
að Scott gefur út sína fyrstu skáldsögu - ekki hvað síst sú merkilega
tilviljun sem varð til þess að handritið fannst! Og allt virðist þetta
bera að sama brunni. Hversu heillandi sem tilgáta þeirra Bathos og
Simpsons kann að vera, þá verður það úr að Scott lýkur við og gef-
ur út Waverley aðeins tæpum níu mánuðum eftir að hann skrifaði
Abstract og það verður best skýrt sem hrein og klár tilviljun.
Ef til vill er svo neikvætt viðhorf til Abstracts Scotts heldur
ósanngjarnt því vissulega má sitthvað jákvætt um það segja eins og
Batho og Simpson hafa raunar gert. Þegar haft er í huga hve mikl-
um takmörkunum norræn fræði voru háð á 19. öldinni verður við-
leitni Scotts sannarlega aðdáunarverð; að sumu leyti er skarplegt
innsæi hans í söguna jafnvel fyrirboði skoðana manna á 20. öld á
EyrbyggjuN Auk þess á Scott heiður skilinn fyrir stuðning sinn við
þau áform Webers og Jamiesons að útbúa bók um germanskar og
fornnorrænar bókmenntir og menningu, svo og fyrir þátt sinn í að
fá Ballantynes og Longmans til að gefa út Illustrations ofNorthern
Antiquities, ekki síst með því að bæta Abstract við verkið - og mik-
ils metnu nafni sínu. Ymsir samtímamenn Scotts, einkum þeir sem
vissu lítið sem ekkert um Norðurlönd fyrr á öldum, hafa líka án efa
lesið bókina sér til fróðleiks og yndisauka. Fyrir nútímalesendur
sem eru vel að sér í Islendingasögum, er hins vegar of mikið um
augljósar villur og ónákvæmni í Abstract Scotts, svo að líta verður
á verkið allt sem frekar bjagaða og villandi gerð Eyrbyggju. Áhugi
og eldmóður eru mikils virði en koma ekki í stað þekkingar og ná-
kvæmni. Fullyrðingum um að Abstract verðskuldi frekari athygli,
bæði sem brautryðjandaverk á sviði rannsókna í norrænum fræð-
um og sem hvatning fyrir Scott til að snúa sér að skáldsagnagerð,
verður þess vegna að vísa á bug. Ahugafólki um enskar bókmenntir