Skírnir - 01.09.1988, Page 74
280
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
Halldór bregður hugtakinu „aldamótamódernismi" hvað eftir
annað fyrir sig, en dæmi hans um þennan bókmenntastraum eru
samt svo fá að erfitt er að átta sig á hverjir eiga þar heima. Hann tefl-
ir ekki ljóst fram nema tveimur skáldverkum „aldamótamódern-
ismans“, sjálfsævisögulegu verkunum Inferno (1897) eftir Strind-
berg og Un uomofinito (1912) eftir Italann Giovanni Papini. Lýsir
hann þessum verkum með tilliti til áhrifa þeirra á Laxness, og á
sama hátt tekur hann fyrir doktorsrit Austurríkismannsins Otto
Weiningers, Geschlecht und Charakter (1903).11
Ef við gefum okkur að með „sálarlífi höfundarins" eigi Halldór
ekki við hinn ævisögulega höfund heldur höfundinn eins og hann
birtist okkur í verkinu, má ætla að verk „aldamótamódernismans“
einkennist af því sem Mikhail Bakhtin nefnir „lögmál einræðunn-
ar“. Samkvæmt því er hugmyndaheimur skáldverksins í tiltölulega
einhlítri umsjá söguhöfundar, tengsl hans og söguhetju eru ljós og
gagnvirk. Orðræða söguhetjunnar er undir fullri boðskiptastjórn
söguhöfundar og reynsluheimur þeirra virðist iðulega vera sam-
eiginlegur.12 En jafnvel þótt við einblínum á ævisöguleg verk, þá
verður sjálfhverft viðhorf höfundar tæpast talið megineinkenni á
„aldamótamódernisma". A Portrait of the Artist er vissulega sjálfs-
ævisöguleg skáldsaga, en hægt er að fara flatt á því að fella sögu-
höfundinn að persónunni Stephan Dedalus; á milli þeirra er býsna
tvíeggjað samband sem einkennist í senn af samsömun og íróníu.
Því væri mjög villandi að tala um „heimssýn sem á sér aðeins eina
sjálfsvitund sem miðju“, svo vitnað sé til lýsingar Halldórs á „alda-
mótamódernisma“ (195). Ég held þetta eigi jafnvel við um það ævi-
sögulega verk sem ætla mætti einkar gott dæmi um aldamóta-sjálfs-
dýrkun, Ecce Homo eftir Friedrich Nietzsche, en hann er gjarnan
talinn sá hugsuður og rithöfundur á síðari hluta 19. aldar er hvað
greinilegast ruddi módernismanum braut.
Hitt er annað mál að á 19. öld taka mörg skáld að gera mikið úr
einangrun sinni frá samfélagsiðunni og fara jafnvel að rækta og
dýrka einsemd sína af kappi. Að sjálfsögðu setur þetta mark á verk
þeirra. En þessi einfararómantík var alla tíð hluti af rómantísku
stefnunni og ef hún birtist í einræðuformi í verkum aldamótaskálda
er kannski réttara að kenna hana við „síðrómantík“. Það er hugtak
sem Halldór notar eitt sinn óbeint um sama fyrirbæri er hann talar