Skírnir - 01.09.1988, Page 84
290
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
á sinn hátt jafn afvegaleiðandi og sú samsömun módernisma og
bölsýnna tilvistarviðhorfa sem Matthías Viðar ástundar.
Samskonar sjónarmið og einkennir bók Matthíasar kemur raun-
ar skýrar og knappar fram í greininni „Atómskáld og módernismi“
eftir Olaf Jónsson. Hann segir að „módernisminn fjalli um „áraun
nútímans" sem svo má kalla, tilveruvanda í heimi sem glatað hefur
hefðbundinni merkingu og gildi sínu. Lífsfirring, gildiskreppa
verða þá brátt lykilorð. Og þessi „vandi nútíðar-mannsins“, sem
margir þekkja og hafa vitnað um, er í eðli sínu einstaklings-vandi,
tilvistar-vandi og felur í sér tortryggni um merkingu og gildi allra
hluta, þar með sjálfsvitund skáldsins og hans eigin tilvist, og um
gildi skáldskaparins sjálfs." Þarna er Olafur kominn með „þemu“
þeirra Halldórs og Matthíasar, og bætir raunar við: „Aldaskilin í
heimi nútímans sem tilveruvandi einstaklings eru þá hið sameigin-
lega „þema“ módernra bókmennta, tjáð í hverju verki nýskynjuð-
um, andlegum hætti.“ En Ólafur var of vel lesinn maður til að vita
ekki að þetta „þema“ má finna víðsvegar í hinum ýmsu bókmennt-
um aldarinnar og því bætir hann við að módernísk séu þau verk
„þar sem slík yrkisefni virðast brýnust, virkust eða ágengust, tjáð
sem persónulegur lífsvandi og jafnharðan veldur þeirri nýgervingu
eða nýsköpun máls og stíls og yrkisefnis sem greina má í hverju
verki um sig“.32
Niðurstaða af grein Ólafs er, að módernísk séu þau verk sem
raska hefðbundnum formum vegna ágengni þess brýna yrkisefnis
sem felst í tilvistarkreppu einstaklings í nútímanum - en væntan-
lega ekki verk sem gera það af öðrum ástæðum.33 Þetta held ég að
sé hæpin skilgreining, enda gætu lesendur vísast verið mjög ósam-
mála um hvað telja megi til slíkrar tilvistarkreppu. Skilgreiningu
módernisma er varasamt að einskorða við nokkur „yrkisefni“ eða
„þemu“. Það má í raun frekar segja að módernismi „fjalli um“
tungumál, boðskipti, veruleikaskynjun og geri allt þetta að
„vandamáli" samfara hverju því viðfangsefni sem finna má í verki.
Hinsvegar getur mönnum að sjálfsögðu fundist sem módernismi
skáldverka sé ekki áríðandi ef þeir finna ekki í „boðskiptakrepp-
unni“ brýnt erindi (eins mótsagnakennt og það kann að hljóma um
truflun boðskipta).
En hvernig snertir þetta hugmyndina um „nútímamanninn“ sem