Skírnir - 01.09.1988, Page 86
292
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKIRNIR
minnir á kenningar sem Mikhail Bakhtin heíur sett fram um „pólí-
fóníska“ orðræðu eða „margröddun“ í verkum Dostójevskís og
stöðu söguhöfundar í þeim. Bakhtin lítur svo á að Dostójevskí hafi
skapað nýja skáldsagnategund sem einkennist af því að hver rödd
verksins mæli fyrir munn sjálfstæðrar vitundar sem ekki lúti við-
horfum söguhöfundar.34
Formgerð sögunnar fær þá jafnframt eiginleika samræðunnar og
á það jafnt við um persónur sem hugmyndir verksins. Með því að
Dostójevskí tekst í svo ríkum mæli að hafa taumhald á sér sem
söguhöfundi lætur hann Guð, hið einræða orð, að vissu marki
deyja úr verkinu. Það er erfitt að átta sig á því hvernig „ætlast er til“
að við skynjum og skiljum eðlisþætti verksins. Athafnir, orðræða
og hugsanir persóna eru opnar sögueiningar sem ekki falla jafn-
skjótt í heildarform, heldur gefa kost á „svari“, andófi, öðrum
sjónarhornum. Bakhtin bendir á að slík samræða sjálfstæðra radda
geti einnig átt sér stað þótt ein mannvera sé uppspretta alls textans,
eins og í sögu Dostójevskís, Minnispunktar úr undirheimum. Inn-
an slíkrar vitundar geti farið fram margbrotin samræða andstæð-
ustu hugmynda og tilfinninga, líkt og um margar persónur væri að
ræða. I orðum undirheimamannsins sé hvaðeina háð samræðu,
umorðun, nýjum skilningi, hugmyndalegu misgengi, m. a. vegna
ímyndaðrar návistar annarra og viðhorfa þeirra.35
Þessi opna formgerð sögunnar er ennfremur vettvangur þess
sem Bakhtin kallar „gleðiríkt afstæði“ og er einkenni karnivalskrar
hefðar.36 Þannig tengir Bakhtin verk Dostójevskís við þá hlátur-
menningu karnivalsins sem hann hefur m. a. kannað í verkum Ra-
belais.37 Við þá valddreifingu merkingar sem verður í margradda
sögum myndast visst svigrúm eða leikrúm innan hlutverks hverrar
persónu. Hlutverkið er ekki rígbundið raunsæilegum kröfum
heildstæðs frásagnarforms og þannig geta persónur jafnvel tekið
ólíkindalegum hamskiptum og orðræður þeirra þurfa ekki að vera
í innbyrðis samræmi.
Halldór Guðmundsson styðst við aðrar bækur eftir Bakhtin í
umfjöllun sinni um karnivölsk einkenni á Bréfi til Láru, t. d. um
það hvernig blandað er saman „háleitum hlutum og lágkúrulegum,
andlegum og líkamlegum” (115-116). Hann segir um Vefarann
mikla að þar beri í stíl og tungumáli „einnig mikið á þeim karnival-