Skírnir - 01.09.1988, Page 87
SKÍRNIR
FYRSTA NÚTÍMASKÁLDSAGAN
293
isma sem einkennir Bréf til Láru“ (197). Hvað Vefarann varðar
finnst mér þær kenningar Bakhtins sem snúa að sjálfri margrödd-
uninni raunar hjálpa okkur enn meir að glíma við textann.
Höfuðpersóna Vefarans „drottnar yfir honum öllum“ að sögn
Halldórs. Eina mótvægið er Diljá og það „myndar hún ekki með
rökfimi heldur með því að vera einsog hún er, saklaus og hrein, og
spyrja saklausra og hreinna spurninga“ (188). Ef ekki væri fyrir
Diljá, þá væri Vefarinn að því er virðist hreinræktað dæmi um
sjálfsdýrkunarverk „aldamótamódernismans“. Höfundurinn hef-
ur skapað Diljá til að leggja mælikvarða hins mannlega á ofvaxið
ég-skrímsli aldamótatímans“ (193). Halldór segir m.a.s. að þetta sé
„þema verksins, fullkomnunarþrá einstaklings mæld á stiku hins
mannlega“ (195). Diljá er „andstæða módernískrar mikilmennsku-
brjálsemi Steins Elliða [. . .]. Ef til vill birtir hún sýn höfundar á
þjóð sína á þessum tíma: heillandi óskrifað blað, og allt lífið fram-
undan“ (194).
Aftur styðst Halldór við meydómsmyndmál - Diljá og íslenska
þjóðin eru báðar hreinar og óskrifaðar - en þannig bergmálar túlk-
andinn raunar skírlífisþrá Steins Elliða í sögunni. Og er ekki líka
búið að hreinsa burt módernisma verksins? Diljá er í höndum
Halldórs Guðmundssonar einskonar raunsæislögmál sögunnar,
jarðbindur hana og færir okkur sjálft „þema“ verkins með því bara
að vera. En ég held að Diljá sé alls ekki hrein og Steinn Elliði ekki
sá einradda drottnari sem Halldór vill vera láta. Ef finna má í verk-
inu „stiku hins mannlega", þá felst hún í stöðugu niðurbroti skír-
lífisins, saurgun hins hreina. Þverstæða merkingarsköpunar í Vef-
aranum sést líklega best á því að hið mannlega birtist gleggst í ó-
reiðu sögunnar.
Eg hef heitið því að leyfa eingu framar rúm í sál minni nema fögnuðinum
yfir hinni andlegu fegurð hlutanna. Eingri andlausri ósk né líkamlegri
laungun, eingri holdlegri girnd né gleði. Ég er kvæntur fegurðinni á ásýnd
hlutanna.38
Þetta er ein fyrsta yfirlýsing Steins af mörgum um fullkomið og
meinlætasamt líf á einhverju sviði. Hér er hann í gervi listamanns-
ins. „Frá barnæsku hefur það verið unaður minn að fást við listir.
[. . .] Ég ætla ekki að fara út í þá sálma í nótt, hvernig á því stendur,