Skírnir - 01.09.1988, Page 88
294
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
en listfeingin hefur átt sterkastan þátt í að marka persónuleik minn.
Ég hef hvorki átt né á aðra framtíðardrauma fegurri en listamanns-
ins“ (42). Er þetta ekki draumur „sérfræðingsins“ og þannig gott
dæmi um kreppu þeirrar nútímamenningar sem rædd var hér að
framan og kennd við Upplýsinguna? Seinna flytur Steinn sig af
listasviðinu yfir á hið siðferðilega og trúarlega og fordæmir þá list-
ina: „Listamaðurinn er siðlaus vitsmunavera. Listin er ein af
nautnategundum vitsmunamannsins. Listin neitar því að vera
vopn, sem nota skuli í stríðinu um lífsgildin. Listin fyrir listina -
það er laungu útrætt mál - og síðast en ekki síst: fyrir listamann-
inn“ (159). En Steinn er að komast á annað og öflugra nautnalyf:
„Guð vantar ekki meistaraverk. Guð vantar mannssálir" (158).
Ornólfur og Steinn eru í vissum skilningi samstæðar persónur.
Diljá er fyrst og fremst aðdáandi Steins og „Kanski hafði hún ekki
gert sér það ljóst, að í heimspekilegum skilníngi sé það sami kraft-
urinn, sem krefst til verklegra stórráða sem andlegra, en samt vissi
hún, að Örnólfur var mikilmenni" (216). Þau alast upp saman, en
þroskast hvort í sína áttina, „hún óx til drauma sinna, hann til
athafnalífsins" (214—215). Þar verður hann sami „púritaninn" og
Steinn er á öðrum sviðum. Raunar úthrópar hann listina rétt eins
og Steinn gerir: „Skáldið er talandi manngervíngur, samviskulaus
tilberi; sál hans er gagnlogin óvættur" (241). Skáldskapur reynistí
beggja augum saurga hið hreina og meinlætasama líferni. En Orn-
ólfur snýr sér ekki til Guðs heldur gerist kraftaverkamaður at-
hafnalífsins.
Enn eitt afbrigði þessara öfga má sjá í persónu Jófríðar, nema
hvað fyrirheitna landið hennar er ástin: „Astin er hið eina sanna líf.
Ástin er lífið, en ekki hitt. Ástin er veruleikinn, en ekki hitt. Alt er
lýgi nema ástin. Án ástar er alt ófyrirsynju og eingin huggun nema
dauðinn“ (119). En sjálf er ástin, þetta eina „athafnasvið“ kvenna í
sögunni, að vísu einnig vettvangur dauðans. Jófríður er í rauninni
alltaf að brenna upp. Örnólfur kvænist Diljá, helgar henni líf sitt og
sviptir sig lífi er hún yfirgefur hann til að leita Stein uppi. Eins og
annað kvenfólk er Diljá „óhrein“ í augum Steins, hún er freisting
sem hótar að raska fullkomnun hans. Hún er jarðneska aflið sem
vísar andlegri upphafningu hans á bug.
En þótt Diljá afneiti þessari tegund fullkomnunar er hún ekki