Skírnir - 01.09.1988, Page 92
298
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
sögufléttu og atburðarás, og þannig hefur heildar-formgerð verks-
ins þrátt fyrir allt taumhald á umsvifum persónanna. Verkið kemur
til móts við lesandann sem heilleg skáldsaga. Við getum reiknað
með að á móti margröddun textans vegi skynheild (e. k. „Gestalt")
verksins, þ. e. útlínur sem „varðveita“ hið hefðbundna skáldsögu-
form.
„Ytri form breyta mönnunum. Það, sem vér erum, erum vér að
miklu leyti fyrir aðhald ytri forma. Góð form leggja hömlur á dýrs-
legar athafnir og uppræta þannig smám saman hneigðirnar til at-
hafnanna." Svo segir í Bréfi til Láruf0 sem flestum finnst líklega
einkennast af aðhaldsleysi ytri forma. I módernískri sagnagerð er
hömlum ytri forma iðulega lítt sinnt og útlínur verksins virðast
skríða til og frá. Okkur reynist jafnvel erfitt að hugsa um textann
sem skynheild, þ. e. afmarkað verk. Sem boðskiptamiðill kemst
textinn í krappan dans, því fátt er okkur nauðsynlegra en að geta
tekið utan um hið einstaka skáldverk í huganum. Skáldskapar-
fræðingar á ýmsum skeiðum sögunnar ganga hreinlega útfrá hinu
heildstæða verki, s. s. Aristóteles, fagurfræðingar rómantíkurinnar
og ekki síst fulltrúar nýrýni („New Criticism") á okkar öld. Ný-
rýnendur telja afmarkað skáldverk vera sjálfstæða merkingarbæra
heild sem ekki gagni að skýra útfrá höfundi, sögulegu baksviði eða
áhrifum annarra verka. Fræðimönnum, sem leggja ríka áherslu á
hvernig skáldverk endurspegla sögulegan heim, er einnig umhugað
um heildstætt yfirbragð hins vandaða skáldverks. Kristinn E.
Andrésson segir t. d. í upphafi greinar um kvæði eftir Jónas Hall-
grímsson: „Ekkert listaverk er til án heildaráhrifa. Það getur verið
margbreytilegt, en í margbreytileik þess verður að ríkja fullkomin
eining, annars er það ekki list.“41
I ritgerðinni „Frá verki til texta“ segir Roland Barthes að var-
hugavert sé að kenna „verkið“ við klassíska sköpun og „textann“
við framúrstefnu.42 Skáldskapur er ætíð texti og verk í senn og hin
nýja áhersla á textann á kostnað verksins helgast af aðferðafræði-
legum umskiptum síðustu áratuga. Hins vegar eru ný sjónarmið
fræðimanna í þessu efni ekki síst sprottin af þeim sviptingum innan
bókmennta og lista á þessari öld sem kenna má við módernískar á-
rásir á Verkið. Við getum því leyft okkur að lesa kenningar Barthes
um Textann m. a. sem viðbrögð við módernisma.