Skírnir - 01.09.1988, Page 95
SKÍRNIR
FYRSTA NÚTÍMASKÁLDSAGAN
301
ness sé á villigötum þegar hann segir sjálfur að Vefarinn sé að
undirstöðu til „raunsæisskáldsaga með nokkurnegin eingilsax-
nesku sniði, en ris hennar mynda sálarlýsingar manns sem er hrjáð-
ur af lífskoðunarkreppu".45 Lífsskoðunarkreppa Steins, t. d. eins
og hún birtist í þriðju bók, er alls ekki undirbyggð með raunsæis-
formi og hún myndar ekkert „ris“ að hefðbundnum hætti. Hún er
ein orðræðugerð af mörgum sem leitandi tjáning verksins rambar
á. Athyglisvert er að í fjórðu bók verður yfirveguð orðræða re-
alismans fyrir valinu. En vegna þess að hún kemur fyrir í marg-
radda samhengi verður hún írónísk, líkt og hún sé „til sýnis“46 um
það sem höfundur gerði ekki við Verkið í heild:
A köldum, heiðum þorradegi 1924 rennur Gullfoss af hafi til hafnar. Dálít-
ill hópur manna bíður á hafnarbakkanum, fólk, sem á vina von með skip-
inu. Norðankaldinn er harla bitur niðri við höfnina: karlmennirnir þrýsta
loðhúfum sínum enn dýpra niður á kollinn, rauðir í framan af kulda; kon-
urnar fela duftstokkin andlitin sem vendilegast í uppbrettum loðkápu-
krögunum. (205)
Þessi raunsæisorðræða er vissulega bundin sterkri hefð sem
verkið kallast á við, en hún nær aldrei að verða undirstaða textans;
hann grefur undan henni og neyðir hana til „samræðna“ við aðra
þætti.
Bréf til Láru var eitt þeirra verka sem Laxness hafði til hliðsjónar
í uppgjöri sínu við raunsæissöguna í Vefaranum. Ef til vill má sjá
textatengsl milli verkanna í bréfaforminu, sem Laxness notar all-
mikið og sem að sjálfsögðu ber uppi Bréf til Láru sem Verk. En
hverskonar texti er Bréf til Láru? Bent hefur verið á margbreyti-
leika þess, m. a. í iðkun ýmiskonar bókmenntagreina innan bréfa-
rammans.47 Víst er að fá verk þurrka jafn rækilega út skil milli bók-
menntagreina, en það eru ekki síst slík skil sem gera okkur kleift að
lesa og skilja skáldverk. Skjótt verður ljóst að hvorki er um að ræða
skáldsögu í bréfaformi né venjulegt bréf til vinkonu á Akureyri
(þótt sú Lára hafi verið til). I upphafi lesum við kveðjuávarp höf-
undar sem er líkt og skopstæling á ákalli fornra skálda til skáld-
skapargyðjunnar eða á upphafningu þeirrar kvenmyndar sem veit-
ir skáldinu innblástur; nýr Petrarka að lofsyngja Lauru sína?