Skírnir - 01.09.1988, Page 100
306
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
ÁE). Ætli Bréf til Láru sé ekki ein róttækasta tilraunin hér á landi
til að slá saman þessum sviðum sem hafa orðið sérhæfingunni að
bráð? Þess vegna er það líka rásandi verk; borgaralegt sjálf hefur
vanist skipulagi sem Þórbergi finnst vera skipulagsleysi og hann
setur fram skipulag á eigin forsendum.
Það kann að virðast út í hött að ræða um Tómas og Þórberg í
sömu andrá. Sjáum við ekki í Tómasi myrkvaða vitund smáborgar-
ans sem hefur orðið hlutgervingunni að bráð? Sjálfur segist hann
raunar vera orðinn að eigin íbúð. Er hann ekki, í þolandahætti
sínum, íhaldssemi og ósjálfstæði, alger andstæða Þórbergs? Tómas
Jónsson kýs alltaf meirihlutann (32). En úr Tómasi velta einnig orð
eins og þessi:
snjall er sá Tómas sem vantreysti skrumi
skálda og presta
og lygaorðum valdasjúkra stjórnmálamanna (227)
Tómas er að vísu skopstæling hins gagnrýna, upplýsta og sjálf-
stæða borgara, en þessi skopstæling væri máttlaus ef ekki mætti
einnig sjá í henni fyrirmyndina. Tómas er maður skynseminnar,
hann er vel að sér um ýmsa hluti, lætur sig umheiminn varða. Minni
hans - uppspretta textans - er uppsöfnuð menning, að sínu leyti al-
fræðiorðabók í anda Upplýsingarinnar. En þessi sjálfstæða menn-
ingarstarfsemi hans er einnig rótin að „lífsskoðunarkreppu“ hans,
svo notað sé orð Halldórs Laxness um Stein Elliða. Borgaralegt
sjálf er svo sem sjálfsprottið úr hugmyndaheimi hins upplýsta lýð-
ræðis. Hér erum við aftur komin að gagnkvæmum tengslum Upp-
lýsingarinnar og heimsmyndar nútímamannsins. Sérhæfingin og
alhæfing tæknilegrar rökvísi byggja á nokkuð sjálfvirkri og stöð-
ugri endurframleiðslu heimsmyndar sinnar. Borgaralegt sjálf er
hluti af þessari framleiðslu og þar af leiðandi öll þau táknkerfi sem
það styðst við í lífsskilningi sínum.
En um leið og einstaklingurinn fer að hugsa um eigin heims-
mynd er hún komin í kreppu. „Ég hef kappkostað að skapa mér
heim, fastmótaðan og skipulagðan“, skrifar Tómas (124). Líkt og
Þórbergur sér hann ringulreið í skipulagi heimsins og ákveður að
endurskapa hann, komast í nýtt samband við umhverfi sitt, skrá
það upp á nýtt. Minnst er á vandann sem því fylgir (vandamál text-