Skírnir - 01.09.1988, Page 102
308
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
Þórbergs í Bréfi til Láru (94). Þetta er uppspretta þeirrar „líkam-
legu“ tjáningar sem Helena Kadecková bendir á að hafi verið mikil
nýjung í íslenskum bókmenntum á þriðja áratugnum.49
En Þórbergur er jafnframt að lýsa því hvernig samband sjálfs og
umhverfis raskast eða fer á flot. Persónan er hvorki „sjálfsvera“ né
„hlutvera“ og þannig losar hún um merkingarfjötra. I viðteknum
táknheimi sjálfsins er ætíð „fyrirskipað“ stigveldi merkingar, þ. e.
a. s. mat á sambandi táknkerfa og innbyrðis mikilvægi þeirra og þar
með allra þeirra hluta sem marka líf okkar. Séum við leyst undan
valdi þessa táknheims getur merking kviknað hvar sem er; þetta
frelsi má jafnvel kalla andhverfu þeirrar hlutgervingar sem oft er
talin megineinkenni daglegs lífs í borgaralegu samfélagi. Við getum
orðað þetta sem svo að leitast sé við að tæma táknin venjufastri
merkingu til að hægt sé að fylla þau að nýju, í samræmi við aðstæð-
ur hverju sinni - og komast jafnframt í lífrænt, líkamlegt samband
við þau.
Tómas Jónsson nýtir sér þetta frelsi til að skapa sinn eiginn heim
og þótt lífsspeki hans sé tvíeggja (því hún er alltaf öðrum þræði
dæmigerð fyrir borgaralegan smásálarhátt), þá birtir hún oft
lífrænt, einkennilega „skáldlegt", samband við smáa hluti og veiga-
litla atburði. „Mig langaði ævinlega til að snerta allar þessar hurðir,
en ekki komizt til þess fyrr en nú; alltaf lifir maður eitthvert ævin-
týri“ (313). „Hvað er merkilegra í heiminum en hreyfing manns
yfir götu eða út um opnar dyr. Maður á að fá mikið út úr því smáa“
(62). Tómas brýtur töluvert heilann um táknrænt gildi hluta. „Ég
vík burt frá mér heimi tákna og þokumynda. Ég held mér fast í
hlutina, þeir eru tryggir. En ég finn ekkert út úr hlutunum, ég nýt
þess að horfa á þá, stól sem stól, hús sem hús, blóm sem blóm“
(319).
Tómas sækist eftir að gæða hlutina lífi sjálfs sín, „holdga“ þá ef
svo má að orði komast. Það einkennir einnig sögumanninn í Bréfi
til Láru. Þegar hann segir: „Endurholdgunarkenningin er mér eins
raunveruleg sannindi og fæðing mín til þessa lífs“ (151), gæti hann
verið að vísa til fagurfræði verksins jafnt og til trúarbragða sinna.
Bréfritarinn umhverfist hreinlega í samræmi við viðfangsefni sín
(sem eru ekki raunveruleg „viðföng“ heldur tákn sem hann
holdgar). „Sá, sem getur ekki „skift um ham“ í einu andartaki,