Skírnir - 01.09.1988, Page 103
SKÍRNIR
FYRSTA NÚTÍMASKÁLDSAGAN
309
fundið jafnvel fjarstæðustu firrur hluta af sjálfum sér, - hann er
ekki fær um að skapa listir, vísindi né trúarbrögð“ (105). Sá sem
endurholdgast hefur ekki sjálfstæða stjórn áummyndunum sínum,
hann er eins og áður sagði þolandi þeirrar óorðnu merkingar sem
leikur á milli sjálfs og umheims og verður að láta sér lynda að verða
samvitund þeirra að bráð.
Þannig geta menn líka vaknað að morgni í skordýrslíki eins og
Gregor Samsa í frægri sögu eftir Kafka. „Imyndunaraflið er sam-
vitund við umheiminn" segir Þórbergur (39) og undan því verður
ekki skorast þótt heimurinn sé „þrunginn af áþján, fégræðgi,
stéttahatri og hergný" (74). Með frelsinu, sem hið óræða textaflæði
veitir, býr því einnig þjáning vegna „glataðs" merkingarheims. Þá
vitund sem festist hvorki við sjálf né umhverfi, er hvorki „súbjekt"
né „objekt“, hefur Julia Kristeva kallað „abjekt" og hefurþað verið
þýtt sem „úrkast“. Orðræða úrkastsins ertjáning hins borgaralega
sjálfs sem hefur verið „afmiðjað“, er ekki lengur markmið og
uppspretta félagslegrar merkingar. Urkastið hafnar í jaðarstöðu
merkingarheimsins, er á mörkum merkingar, eins og ég hef nefnt
það. A hinn bóginn er orðræða þess upprisa frá dauða til nýs lífs og
nýrrar merkingar50 sem birtist gjarnan í hrollvekjandi, stjórnlaus-
um, siðlausum og fáránlegum myndum. Úrkastið sér óhugnað
jafnt í umhverfi sínu sem sjálfu sér; ljóðræna og ógeð renna saman
í eitt:
blóð mitt ætti að renna stillt og hljótt gegnum æðarnar
í morgun mætti ég á götunni ungri stúlku með kringlóttan munn
rauðan og blómlegan
sem hún herpti saman einsog viðkvæmt rassgat
svo opnaðist þetta rósrauða gat og fjórar tennur birtust
sem tengjast sjúku hjarta
vinstra megin í brjóstholinu undir hvolfþaki rifbeina
í íbúð einni í húsi í Reykjavík á Islandi
sem situr efst á toppi heimslíkansins
þar liggur þetta skorpna kjöt sem er einsog það hafi verið keypt
á fornsölu og slengt á beinin með múrskeið
karlæg þjóð í kör
ég ligg andvaka
örmagna leita ég svefnsins grenjandi
hugur minn ráfar um heilagur og sljór einsog kýr í Bombey
(Tómas Jónsson metsölubók, 265)