Skírnir - 01.09.1988, Side 104
310
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
ímyndunarafl sögumanna í Bréfi til Láru og Tómasi Jónssyni
hneigist til ofsóknarbrjálæðis og til að holdgast í hrollvekjum,
óskapnaði eða óþverra (rétt er að leggja áherslu á að staða slíkra
þátta er um leið önnur en hún væri í verkum sem byggjast í grund-
vallaratriðum á þvílíkum skrifum). I kaflanum sem segir frá
ímyndun Þórbergs um morðingja sinn grípur hann fyrir kverkar
ódæðismanninum.
Honum svelgist ekki einu sinni á. Ég læsi fingrunum á kaf inn í augnatætt-
urnar í hausnum á honum og hræri í heilabúinu eins og grautarpotti. Því
næst ríf ég út úr báðum kjaftvikunum í einum rykk upp að eyrum. I því
heyri ég þrjótinn syngja:
O, þá náð að eiga Jesúm
einkavin í hverri þraut!“ (80)
I Tómasi Jónssyni má sjá svipaða meðferð á heilanum þegar
Tómas segir frá viðskiptum sínum við Olaf í bankanum: „Hver er
ekki forarpyttur, þegar öll kurl koma til grafar (leyfir hann sér að
segja við mig), hægt er að sjá forina vella upp úr vilpu heilafrum-
anna, þegar þú liggur afvelta heima á kvöldin og ríður (orð, sem ég
vil ekki taka mér í munn) kettinum“ (84-5).51 Hér sem oftar læst
Tómas vera nauðug málpípa fyrir orðræður annarra, eða fyrir
skáldið í sjálfum sér; hann veit að skáldin eru „smitberar, sem bás-
úna kaun hins einstaka og slá þjóðina kaunum hans“ (97). Það er
líkt og einhver ytri kraftur blási honum þessum tryllta anda í
brjóst. Svo hrjáður er Þórbergur einnig af ímyndunaraflinu að
læknar „kalla þetta „hysterí“. Það er ruslaskrína, og þeir kasta í
hana öllum þeim drottins dásemdarverkum, sem þeir geta ekki grilt
í smásjá“ (104).
Þórbergur telur að ef til vill álíti Lára hann „geggjaðan" og ekki
að ófyrirsynju. Orðræður hans eru á köflum einmitt móðursýkis-
legar, „hysterískar“ (þótt þær séu jafnframt leiftrandi af skopi) og
spurning er hvort ekki megi lesa þáttinn um óléttu Þórbergs í því
ljósi, en það er ein magnaðasta holdgunin í bókinni. Má vera að
reynsla hans sé í einhverjum skilningi kvenleg? Kannski kvenleg
reynsla sé líka einskonar „ruslaskrína", einskonar úrkastssvæði
þeirra sem ekki eru virkir limir í karlveldi, þeirra sem er ýtt til hlið-
ar (sem eru „afmiðjaðir“ eða ,,jaðraðir“) í ríkjandi samfélagskerfi.
Jafnframt má finna á þessu svæði allt það sem er óþekkt og ógn-