Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1988, Page 107

Skírnir - 01.09.1988, Page 107
SKÍRNIR FYRSTA NÚTÍMASKÁLDSAGAN 313 Hér sýnist mér að sambandið við útlönd skipti meginmáli en hins- vegar þykir mér Halldór gera of mikið úr menningarborginni Reykja- vík í þessu sambandi. Þegar Bréf til Láru kom út, segir Halldór, voru íbúar Reykjavíkur „alltént orðnir 25 þúsund" (18). Halldór kennir Reykjavík þriðja áratugarins við ,,evrópsk[a] stórborg í vasabroti“ (31); Stein Elliða kallar hann „barn stórborgarinnar" (181); Halldór Laxness og Þórbergur eru sagðir „boða[...] stórborgarlíf“ (128). Hall- dór vitnar í þau ummæli Laxness, skrifuð á Sikiley 1925, að Reykjavík hafi „í skjótri svipan eignast hvaðeina, sem heimsborg hentar, ekki að eins háskóla og kvikmyndahús, heldur einnig football og hómósexúal- isma“ (125; úr grein Laxness, „Af íslensku menningarástandi“, sem birtist upphaflega í Verði 1925 en er endurprentuð í greinasafninu Af menningarástandi, Vaka-Helgafell, Reykjavík, 1986; tilvitnuð orð eru á bls. 17 í þeirri bók). Verður ekki annað séð en Halldór Guðmunds- son hafi gleypt hina stílfærðu lýsingu nafna síns á Reykjavíkurlífinu nokkurnveginn hráa. Það gerir hann hinsvegar ekki þegar hann minn- ist á orð sem Laxness leggur Steini Elliða í munn í Heiman egfór (sem höfundur lauk ekki við en er undanfari Vefaransmikla): „Um Reykja- vík, þetta ofvaxna smáþorp með rösklega 20 þúsund íbúum, segir Steinn Elliði „borgin er óslitin tíbrá af æfintýrum““(170). Og Halldór Guðmundsson bætir við að þessi nútímamaður höfundar sé „bók- menntaminni: Persóna sem varð til í huglægri sjálfhverfu aldamóta- bókmennta. Og til að setja slíka skepnu niður á Islandi þarf Halldór að grípa til sterkra stílbragða, því svo langt var menningarbyltingin ein- faldlega ekki komin“. Samt er Heiman egfór skrifað 1924, sama ár og Bréf til Láru kemur út, en það telur Halldór ásamt Vefaranum mikla vera upphafsverk íslenskra „nútímabókmennta" og birta módernísk viðbrögð við „menningarbyltingunni“. Eg ætla ekki að rýna frekar í þessa ráðgátu, en skyldi ekki vera nær lagi að kalla Reykjavík „ofvaxið smáþorp“ (án þess að slíkt þurfi að vera neikvæð nafngift) heldur en litla „stórborg“? Aherslan sem Hall- dór leggur á borgarlífið hlýst af því að hann vill skýra módernismann með hliðsjón af nýju félagslegu samhengi bókmenntasköpunar. Það „nútímasamfélag" sem hér var í mótun á þessum tíma samsvarar kannski því borgaralega samfélagi sem með vexti millistétta, kapítal- isma og borga varð til á meginlandi Evrópu á 18. og 19. öld. Jafnframt verður til opinber stjórnmála- og menningarvettvangur og landið tek- ur að „opnast“ í ríkara mæli en áður. En stórborgin, skrímslið sem virðist taka völdin af manneskjunni með tækni sinni, hraða, hávaða, endalausu flæmi bygginga og fólksmergð, gímaldið sem gleypir mann- veruna og margir hafa skynjað sem helsta baksvið módernismans - hún var alls ekki til hér (og er kannski ekki enn?). Það sem meira máli skiptir, sýnist mér, er hvernig íslensk menning tengist þeim menningarhræringum sem eiga sér stað erlendis, ekki síst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.