Skírnir - 01.09.1988, Side 112
318
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
sagðir voru fyrstu íbúar landsins taldir kristnir. Eftir minniháttar
togstreitu milli sagnaritunar þeirrar sem varð til á biskupsstólunum
Skálholti og Hólum var komið á fastri reglubundinni tímaröð
kristniboða (Þorvaldur, Stefnir, Þangbrandur).1 Ari fróði og hinir
lærðu félagar hans mótuðu frásagnir af kristnitökunni sem urðu
hluti af venjubundinni sagnaritun um elstu sögu Islands. I þessa
sögulegu mynd var síðan aukið og hún skreytt með smáatriðum og
frásögnum seint á tólftu öld og á þrettándu öld.
Þannig er unnt að segja að hin venjubundna sagnaritun um elstu
sögu Islands sé þegar komin fram í aðalatriðum hjá Ara fróða. Is-
lendingabók Ara frá því snemma á tólftu öld er afurð krossferða-
tíma, tíma kirkjulegrar þenslu, sem m. a. má merkja af því að í
henni er nefndur konungurinn yfir hinni nýunnu Jerúsalem Qór-
salakonungur) og að íslensku biskuparnir og afrek þeirra eru lofuð,
en heimildin var einmitt skrifuð undir ægishjálmi þeirra. Á ritunar-
tíma íslendingabókar stóðu miklar valdadeilur milli keisara og páfa
á meginlandi Evrópu. Islendingabók tekur afstöðu í þessum deil-
um með hinu rómverska páfadæmi gegn keisaravaldi, með kirkju
gegn konungsvaldi, eða á latínu þeirra tíma, með sacerdotium gegn
regnum. Þetta má einkum merkja af neikvæðum rökum. Erkibisk-
upsdæmið í Brimum, sem hafði stutt keisara í skrýðingardeilunum
við páfa, er hvergi nefnt í riti Ara og var þetta þó stofnun sem kirkj-
an á Islandi hafði heyrt undir um langa hríð. Ennfremur hefur Ari
ekki tekið með efni um skandinavíska kónga (konungaævi) í ritið,
þótt hann hafi það greinilega innan seilingar. Þessu virðist hann
sleppa vegna íslensku biskupanna.
Islenska biskupsdæmið byggði á hinu íslenska höfðingdæmi en
undir höfðingdæminu stóð eign eða yfirráð jarðnæðisins í landinu.
Þessi grundvöllur biskupsdæmisins kemur glöggt fram í riti Ara
þar sem hann notar Landnámabók, skrá yfir svokallaða landnáms-
menn. Það var mikilvægt atriði í því að lýsa upphafi skipulegs sam-
félags á Islandi án nokkurrar íhlutunar konunga. Landnámabók,
listi yfir þá sem fyrstir töldust hafa tekið landið til eignar, var mikil-
væg forsenda til að lýsa sögulegu upphafi hins íslenska höfðing-
dæmis og þá jafnframt hinu íslenska biskupsdæmi. Listi af þessu
tagi, gerður meira en tvö hundruð árum eftir að menn settust að á
Islandi, gat að sjálfsögðu ekki verið saga í eiginlegum skilningi. Við