Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1988, Page 113

Skírnir - 01.09.1988, Page 113
SKÍRNIR FRÁ LANDNÁMSTÍMA TIL NÚTÍMA 319 aðstæður í upphafi tólftu aldar var auðvitað ekki heldur unnt án uppspuna að lýsa „eignarnámi" svo mikillar víðáttu sem alls byggjanlegs lands á Islandi. Landnámabók verður óhjákvæmilega að telja safn goðsagna. Með samþykki íslensku biskupanna reyndi Ari fróði að búa til sögu úr goðsögunum um eignartöku íslands, um landnámið. Þess- ar upprunagoðsögur (etíólógísku mýtur), sem höfðu hlutverki að gegna fyrir hið íslenska höfðingdæmi og samfélag þess, voru með riti Ara teknar í þjónustu kirkjunnar og jafnframt gerðar að tíma- settri söguskoðun hennar. Listinn, sú Landnámabók sem til var, var settur í tímatalsfræðilegan ramma í riti Ara. ísland var sagt hafa orðið „albyggt" á sextíu vetrum. Þannig varð hinn svokallaði land- námstími til. Með lærðu hugarflugi var reynt að teygja sögulegan tíma aftur í tímann, yfir goðsögulegt upphaf, og telja Landnáma- bók sögulegt rit. Landnámstíminn, sem þannig var afmarkaður frá um 870 til 930, er skrifborðstilbúningur sem gerður var að söguskoðun og sú söguskoðun var tekin upp í sagnaritunarhátt miðalda. En þegar á miðöldum var ýmsum ljós goðsögulegur og ótryggur grundvöllur þessa landnámstíma. Munurinn sem er á hinum tiltölulega ungu gerðum Landnámabókar er órækur vitnisburður um það. Fram á þrettándu öld var reynt að hnika ýmsu til á landnámstímanum og breyta, setja nýja landnámsmenn inn í listann, sleppa öðrum, minnka eða stækka landsvæðin eða landnámin o. s. frv. Þannig var textanum breytt, líklega af því að goðsögulegir landnámsforfeður og landnám þeirra gátu haft mikilvægu hlutverki að gegna í því ís- lenska samfélagi sem þá var. Uppspuninn, hinn óaðskiljanlegi förunautur svokallaðrar frá- sagnageymdar (tradition), var ekki endanlega fullmótaður þótt goðsagnirnar hefðu verið festar á bók í sögulegum búningi. Svo virðist sem landnámstími, landnámsmenn og landnám hafi haft lif- andi hlutverki að gegna í samfélagi íslenskra miðalda allt til loka þrettándu aldar, en einmitt þá hætta menn að breyta textum Land- námabókar og virðast hafa lítinn áhuga á henni. Því má segja að íslenskt samfélag losni úr álögum landnámstíma, landnámsmanna og landnáma eftir að hugtök þessi höfðu lifað gróskumiklu lífi í sagnarituninni í um það bil tvö hundruð ár. Skýr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.