Skírnir - 01.09.1988, Page 113
SKÍRNIR FRÁ LANDNÁMSTÍMA TIL NÚTÍMA
319
aðstæður í upphafi tólftu aldar var auðvitað ekki heldur unnt án
uppspuna að lýsa „eignarnámi" svo mikillar víðáttu sem alls
byggjanlegs lands á Islandi. Landnámabók verður óhjákvæmilega
að telja safn goðsagna.
Með samþykki íslensku biskupanna reyndi Ari fróði að búa til
sögu úr goðsögunum um eignartöku íslands, um landnámið. Þess-
ar upprunagoðsögur (etíólógísku mýtur), sem höfðu hlutverki að
gegna fyrir hið íslenska höfðingdæmi og samfélag þess, voru með
riti Ara teknar í þjónustu kirkjunnar og jafnframt gerðar að tíma-
settri söguskoðun hennar. Listinn, sú Landnámabók sem til var,
var settur í tímatalsfræðilegan ramma í riti Ara. ísland var sagt hafa
orðið „albyggt" á sextíu vetrum. Þannig varð hinn svokallaði land-
námstími til. Með lærðu hugarflugi var reynt að teygja sögulegan
tíma aftur í tímann, yfir goðsögulegt upphaf, og telja Landnáma-
bók sögulegt rit.
Landnámstíminn, sem þannig var afmarkaður frá um 870 til 930,
er skrifborðstilbúningur sem gerður var að söguskoðun og sú
söguskoðun var tekin upp í sagnaritunarhátt miðalda. En þegar á
miðöldum var ýmsum ljós goðsögulegur og ótryggur grundvöllur
þessa landnámstíma. Munurinn sem er á hinum tiltölulega ungu
gerðum Landnámabókar er órækur vitnisburður um það. Fram á
þrettándu öld var reynt að hnika ýmsu til á landnámstímanum og
breyta, setja nýja landnámsmenn inn í listann, sleppa öðrum,
minnka eða stækka landsvæðin eða landnámin o. s. frv. Þannig var
textanum breytt, líklega af því að goðsögulegir landnámsforfeður
og landnám þeirra gátu haft mikilvægu hlutverki að gegna í því ís-
lenska samfélagi sem þá var.
Uppspuninn, hinn óaðskiljanlegi förunautur svokallaðrar frá-
sagnageymdar (tradition), var ekki endanlega fullmótaður þótt
goðsagnirnar hefðu verið festar á bók í sögulegum búningi. Svo
virðist sem landnámstími, landnámsmenn og landnám hafi haft lif-
andi hlutverki að gegna í samfélagi íslenskra miðalda allt til loka
þrettándu aldar, en einmitt þá hætta menn að breyta textum Land-
námabókar og virðast hafa lítinn áhuga á henni.
Því má segja að íslenskt samfélag losni úr álögum landnámstíma,
landnámsmanna og landnáma eftir að hugtök þessi höfðu lifað
gróskumiklu lífi í sagnarituninni í um það bil tvö hundruð ár. Skýr-