Skírnir - 01.09.1988, Page 114
320
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
ingarinnar er líklega að leita í breyttum samfélagsháttum sem ekki
er unnt að greina í smáatriðum.
Ein mikilvægasta breytingin varð á valdastöðunni innan ís-
lenskra yfirstétta. I samræmi við valdahlutföll á meginlandi Evr-
ópu festist sá hluti þeirra sem tilheyrði kirkjunni í sessi og styrktist
efnahagslega. Hinn veraldlegi hluti yfirstéttanna fékk einnig yfir-
bragð ættað frá meginlandinu, t. d. með því að játast undir konung,
hér norska konunginn. Erfitt er að greina glöggt þau efnahags- og
samfélagslegu ferli sem lágu til þessara breytinga.
Breytingar koma einnig fram á öðru sviði í íslensku samfélagi
seint á þrettándu öld, en þá voru settar nýjar lögbækur (Járnsíða,
Jónsbók) sem mótaðar voru af nýjum og róttækum umbótum í
evrópskri lögvísi. Hér skal aðeins bent á nýjar lagagreinar, sem
mörkuðu tímamót, um að menn skuli gjöra bréf, skjal, við öll
meiriháttar viðskipti eins og t. d. jarðakaup.2
Jafnframt þessum breytingum á íslensku samfélagi breytist eðli
ritheimildanna um það, og út af fyrir sig undirstrikar það einungis
eðli þeirra sem leifa af rás sögunnar. En þetta hefur einnig af-
leiðingar sem varða söguvitund og sögusýn. Hin goðsögulega for-
tíð fellur í skuggann af skýrum skjalfestum og tímasettum rit-
heimildum. Landnámstími, landnámsmenn og landnám verða ekki
áhugaverð.
Ætla mætti af þessu að eftir þetta væri landnámstími ekki lengur
lifandi sögulegt hugtak eða söguskoðun. Landnámstími sem sögu-
hugtak hafði orðið til við sérstakar sögulegar aðstæður á miðöldum
og þegar þær sögulegu aðstæður hurfu, hvarf einnig landnámstím-
inn. En svo einfalt var þetta ekki, m. a. vegna þess að hin goðsögu-
lega söguskoðun hafði verið bókfest. Þótt ástæður áhugans hefðu
skolast burt í tímans rás voru ritin enn til. Þótt þau fengju að ryk-
falla um hríð mátti grípa til þeirra síðar og setja þau inn í nýtt sam-
hengi í nýju samfélagi, og þar gátu þau enn orðið tilefni nýrrar
sögusýnar.
Það varð svo seint á sextándu öld að hinn gamli landnámstími var
tekinn upp í þjóðlega húmaníska sagnaritun til þess að halda fram
þjóðlegum sérkennum eins og glöggt kemur fram í sagnaritun Arn-
gríms Jónssonar lærða. Meðferð hinna gömlu goðsagna varð allt
önnur en hún var á miðöldum. Eitt af kennimörkum breyttra við-