Skírnir - 01.09.1988, Page 119
SKÍRNIR FRÁ LANDNÁMSTÍMA TIL NÚTÍMA
325
spegli þær þjóðarsálina, alþýðusálina eða þjóðarandann, ástina á
fornum fræðum og snilli feðranna. Ennfremur vitni þær um ófor-
gengilega arfleifð þjóðlegrar geymdar eða hefðar. Talið er að áður
fyrr hafi fólk haft langtum betri forsendur en síðar varð til að muna
og flytja frásagnir um hið liðna. Því sé áreiðanleiki frásagnar-
geymdar mikill og þess vegna sé unnt að treysta flestu í frásögnun-
um. Stundum er jafnvel svo langt gengið að telja að sönnunarbyrð-
in sé hjá lesendum frásagnanna en ekki hjá hinum sögulegu heim-
ildum, þar sem frásagnirnar virðist geta verið í samræmi við sögu-
legan veruleika. Stefna þessi virðist mótuð af barnslegu grandaleysi
og einhvers konar alþýðuvináttu. Hið barnslega og sakleysislega
grandaleysi verður oft til þess að fræðimenn, sem hafa þessi viðhorf
í öllum aðalatriðum, prjóna við niðurstöður sínar almenna fyrir-
vara, sem stundum virðast einungis alkunnir mælskufræðilegir
kækir, t. d. um hverfulleika tilverunnar eða afstæði allra hluta.
Það er langt síðan sagnfræðingar bentu á að um frásagnageymd,
hvort sem hún er munnleg eða skrifleg, gilda ekki einhlít lögmál.
Einfalt líkingamál eða líkön, hvort sem það eru hringir á yfirborði
vatns eða hýðið á lauk, hafa afar takmarkað gildi til að skýra svo
flókin söguleg ferli sem frásagnageymd.15 Rómantískir arfsagna-
sinnar afneita blákalt sumu sem stendur í byrjendahandbókum í
sagnfræðilegum aðferðum.
Ég hef í máli mínu hér á undan bent á hvernig landnámstíminn
hefur átt sér tvö blómaskeið sem söguskoðun í Islandssögunni.
Fyrra skeiðið var á miðöldum og spannar tímabilið frá um 1100 til
um 1300. Þá verður hugtakið landnámstími til sem nokkurs konar
tímaákvörðun Landnámabókar. Gagnrýni miðalda á landnáms-
tímann var fólgin í breytingum á textum upprunagoðsagna sem
lýstu honum. Mikilvægi þessa landnámstíma miðalda og gagnrýn-
in á hann virðist hjaðna um 1300. Akveðnar sögulegar forsendur
fyrir þessari söguskoðun hafa þá horfið.
Síðara skeiðið spannar um það bil tímabilið frá um 1600 til vorra
daga. Eitt einkenni þess er að miðaldatextarnir um landnámið eru
vandlega útgefnir án nokkurra breytinga eins og þeir væru skrifleg
skjalfesting. Gagnrýni á landnámstímann kemur fyrst fram um
1700 hjá Árna Magnússyni. Sú sögulega gagnrýni hefur ekki ætíð