Skírnir - 01.09.1988, Page 120
326
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
verið hávær, m. a. vegna samfélags- og stjórnmálalegra aðstæðna,
en á síðustu áratugum hefur gagnrýni af þessu tagi hlotið æ meira
fyigi.
Það sem vekur athygli í þessari sögu er hvernig sögulegt hugtak
eins og landnámstími kemur og fer, fæðist, lifir og deyr, hvernig
það er alið með fólki og mótar sögulegt hugarfar þess. Auðvitað er
unnt að halda því fram að öll söguleg hugtök séu að vissu leyti ein-
hvers konar uppvakningar. En draugar verða ekki vaktir upp án
særinga.
Hin sögulega gagnrýni á gamla landnámstímann leiðir til nýrra
viðhorfa í íslenskum sögurannsóknum á raunverulegri byggingu
eða landnámi Islands og íslenskum miðöldum yfirleitt. Hér skal að
lokum aðeins drepið stuttlega á tvö svið þar sem vænta má mikilla
möguleika til að öðlast nýjan skilning og nýjar niðurstöður.
Aukin söguleg gagnrýni mun ekki aðeins varpa nýju ljósi á
gamla landnámstímann sem úrelta söguskoðun, hún mun einnig
varpa nýju ljósi á hinar ýmsu fornsögur Islendinga. Ný samfélags-
leg og efnahagsleg viðhorf munu opna ný sjónarhorn og leiða til
nýstárlegs árangurs. Samanburður við þróunina á meginlandi Evr-
ópu og leit að hugsanlegum tengslum og áhrifum mun koma í
kjölfar aukinnar gagnrýni. Raunverulegt landnám Islands, ekki
goðsögurnar um það, verður skoðað í víðu evrópsku samhengi sem
hluti hinnar evrópsku útþenslu á miðöldum.
Annað svið, þar sem útlitið er einnig bjart varðar þann stuðning
sem sögulegar rannsóknir á hinu raunverulega landnámi geta vænst
af fornleifafræði og náttúrufræðilegum aðferðum. Nútímaleg
fornleifafræði og niðurstöður náttúruvísinda munu án efa varpa
nýju ljósi á fyrstu byggð Islands og byggðasögu íslands yfirleitt.
Viðskilnaður við úrelta trúvörn, sem upprunalega átti sér rætur
í þjóðernislegri sjálfstæðistilfinningu en hefur í dag nánast úrkynj-
ast í minnimáttarkennd, mun leiða til nýrra og frjórra viðfangsefna
um upphaf íslenskrar sögu. I stað innhverfs goðsögulegs land-
námstíma er með hjálp sögulegrar gagnrýni og nýrra náttúru-
vísindalegra aðferða kominn tími til nýs gildismats evrópsks tíma
og evrópskra viðhorfa.