Skírnir - 01.09.1988, Page 124
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa
Dœmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu
I
ÁHYGGJUR af offjárfestingu - vanhugsaðri fjárfestingu, óarðbærri
fjárfestingu, pólitískri fjárfestingu - hafa talsvert mótað þjóðmála-
umræðu síðari ára, og er þá einkum átt við fjárfestingu í atvinnulíf-
inu sem ríkisvaldið ber með nokkrum hætti ábyrgð á. Slík fjár-
festingargleði á almannakostnað sætti hvað hörðustum ádeilum
þegar Kröfluvirkjun var á döfinni, en síðan hefur hvert deiluefnið
rekið annað, frá skuttogarakaupum og Blönduvirkjun til seiðaeld-
isstöðva og fóðurstöðva loðdýraræktarinnar. Það er þá ekki úr vegi
að gera sér fjárfestingaráhyggjurnar að sjónarhóli og líta þaðan um
öxl, gefa gaum þeim atriðum þjóðarsögunnar sem að einhverju
leyti má sjá í sama ljósi.1
Eg mun í þessari grein staðnæmast við eina af stórfelldustu ríkis-
fjárfestingum áratuganna milli stríða: Áveiturnar miklu á Skeið og
Flóa.2 Aveituframkvæmdirnar eru vænlegar til fróðleiks frá sjónar-
hóli samtímaumræðunnar um fjárfestingu í atvinnulífinu. Ekki af
því að þær væru svo yfirgengilega vitlausar, enda er rakin vitleysa
sjaldnast neitt merkileg, heldur einmitt af því að þær voru afleiðing
af skiljanlegum og markverðum sjónarmiðum síns tíma. Samt
reyndust þær á endanum fjárfestingarmistök, dýrar framkvæmdir
sem litlu skiluðu upp í stofnkostnað og voru að miklu leyti úreltar
áður en þeim var að fullu lokið.
II
Hálfrar aldar skeið, síðasta fjórðung 19. aldar og fyrsta fjórðung
hinnar tuttugustu, má kalla áveitutímabilið í íslenskri búnaðar-
sögu. „Þá beindist áhugi bænda,“ segir Arnór Sigurjónsson, „að
áveitum og engjarækt framar öllu öðru er að jarðabótum laut, en