Skírnir - 01.09.1988, Page 125
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
331
forystumenn landbúnaðarmála gengu hver af öðrum í þjónustu
þessara umbótamála [. . .]. Aveitur voru gerðar um allt land [. . .].
Margar þessar áveitutilraunir voru í smáum stíl, en sumar voru með
stórfelldustu jarðræktartilraunum sem gerðar hafa verið hér á
landi.“3
Stórfelldustu möguleikana á þessu sviði eygðu menn á flatlend-
inu milli Þjórsár og Hvítár, þar sem veita mætti vatni jökulánna yfir
víðlend mýrarflæmi og breyta þeim þannig í verðmæt flæðiengi.
Frá því um 1870 var margsinnis athugað um tilhögun áveitna á
þessu svæði og lauslegar mælingar gerðar, uns danskur sérfræðing-
ur, Carl Thalbitzer, mældi upp svæðið sumarið 1906 og gerði ná-
kvæma tillögu um tilhögun áveitu á Flóann. Áhugi á málinu virtist
nú mikill, bæði meðal ráðamanna landsins og bænda á svæðinu.
Búnaðarþing 1907 bendir á, að áveiturnar þurfi m. a. að undirbúa
með lagasetningu sem fyrirbyggi að einstakir menn geti hindrað
framkvæmdir með því að skerast úr leik.4 Það var gert með setn-
ingu laga um vatnsveitingar 1913.5
Áveiturnar á Skeið og Flóa urðu þrjú aðskilin fyrirtæki. Hið
fyrsta og umfangsminnsta var áveitan á Miklavatnsmýri í Flóa.
Hún var gerð á vegum ríkisins, einkum sem tilraun áður en í meira
yrði ráðist. Mælt var fyrir áveitunni 1910 og gerðar tillögur um
framkvæmd sem Búnaðarþing mælti með 1911.6 Verkið var unnið
á næstu tveimur árum á vegum landssjóðs undir stjórn Jóns Þor-
lákssonar landsverkfræðings. Áveitan kostaði 55 000 krónur að
meðtöldum endurbótum sem gerðar voru 1916. Umreiknað eftir
vísitölu byggingarkostnaðar til verðlags áranna 1927-31 verður
kostnaðarverð áveitunnar nálægt 150 000 krónum, en fyrir það
fengust um 2000 ha áveitulands á 35 býlum, svo að kostnað má
reikna 75 kr. á ha eða 4000 kr. á býli.
Næst kom Skeiðaáveitan. Um hana hafði Thalbitzer gert sér-
staka áætlun 1908 og taldi hana myndu kosta 200 000 krónur. Var
sú áætlun lögð til hliðar meðan unnið var að Miklavatnsmýrar-
áveitunni, en síðan hafist handa að nýju við mælingar á Skeiðunum,
og virtist með breyttri tilhögun mega koma kostnaði niður í 107
000 krónur. Bændur á svæðinu stofnuðu áveitufélag 1917, og var
verkið unnið á árunum 1917-23. Áveitan var öllu stærri en Mikla-
vatnsmýraráveitan, 3120 ha á 20 bújörðum.