Skírnir - 01.09.1988, Síða 126
332
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKÍRNIR
Skeiðaáveitan varð miklu dýrari en til stóð. Olli því annars vegar
hin nafnfræga „óbilgjarna klöpp“ í hluta aðalskurðarins sem
reyndist of hörð fyrir skurðgröfuna, og vann hún þó á venjulegu
hrauni.7 Hins vegar hleypti það fram kostnaði við verkið að það var
unnið á mjög dýrum og erfiðum tíma. Verðlag var orðið geypihátt
1917 vegna heimsstyrjaldarinnar fyrri; það hækkaði enn 1918; og
þvert gegn allri fyrri reynslu hélt það áfram að hækka fram yfir
stríðslok, náði hámarki 1920. Þá hófst loks verðhjöðnunin, en
byggingarkostnaður féll tiltölulega seint.
Kostnaður við Skeiðaáveituna taldist 458 000 krónur. Ef borið er
saman meðaltal byggingarvísitölu á framkvæmdatímanum og hins
vegar árin 1927-31, þá svarar kostnaðurinn til um 350 000 króna á
verðlagi seinna tímabilsins, þ. e. röskra 110 kr. á ha eða nær 12 000
kr. á býli. En reiknuð til verðlags fyrir stríð nemur upphæðin ná-
lægt 130 000 krónum, þannig að kostnaðaráætlun hefur, þrátt fyrir
klöppina, ekki reynst víðs fjarri lagi.
Flóaáveituna. sjálfa hóf Jón Þorláksson landsverkfræðingur að
undirbúa árið 1914 eftir áætlun Thalbitzers nokkuð endurskoð-
aðri. Samkvæmt ályktun Alþingis 1915 var skipuð nefnd til að
undirbúa málið í samráði við heimamenn. Á grundvelli nefndar-
álitsins voru sett lög (nr. 68/1917) um áveitu á Flóann og árið eftir
stofnuðu landeigendur á áveitusvæðinu áveitufélag. Framkvæmdin
átti að kosta um 450 000 krónur á fyrirstríðsverðlagi.8 Nú yrði hún
fyrirsjáanlega miklu dýrari. Flóamenn létu dýrtíðina hræða sig
meira en Skeiðamenn og biðu með framkvæmdir fram yfir stríð.
Síðan strandaði á fjárskorti, þegar ríkissjóður hafði ekki fé að leggja
í áveituna, en snemma árs 1920 buðu bankarnir fé til verksins, og
vildu bændur nú hefjast handa. Ríkisstjórnin hikaði þó fram í des-
ember árið eftir, en þá var samið um það við áveitufélagið að fram-
kvæmdir hæfust á vegum ríkisins, og stýrði Jón Þorláksson þeim
fyrstu árin þótt hann hefði þá látið af störfum sem landsverk-
fræðingur. Aveitan var gerð á árunum 1922-28, en nokkuð aukin
og endurbætt síðar, og náði til um 11 500 ha á 155 býlum.9
Kostnaður við sjálfa áveituna nam 1 430 000 kr. til 1932, og eru
þá ótaldir ríkisstyrkir til flóðgarða á einstökum jörðum (35 000
kr.), vegagerðar í Flóanum (137 000 kr.) ogMjólkurbús Flóamanna
(82 000 kr.), alls rúm 250 000 króna, sem veittir voru í tengslum við