Skírnir - 01.09.1988, Side 128
334
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKÍRNIR
hennar úr Viðlagasjóði. (Svo nefndist landssjóður þegar hann veitti
lán til þjóðþrifafyrirtækja samkvæmt ákvörðun Alþingis.) Vegna
þess hve illa áveitan gafst, var lítt eða ekki gengið eftir greiðslu lán-
anna.
Búnaðarþing lýsti fylgi við framkvæmd Skeiðaáveitunnar 1917
og mælti með að landssjóður bæri fjórðung kostnaðar við gerð
hennar. Einnig yrði veitt fé til kaupa á skurðgröfu sem notuð yrði
við verkið.15 A þetta var fallist, og Búnaðarfélag Islands útvegaði
auk þess Skeiðamönnum framkvæmdalán í Landsbankanum.16
Skurðgrafan var keypt til landsins 1919 og notuð bæði við Skeiða-
og Flóaáveituna, leigulaust. Það varð að fastri reglu að ríkið legði
fram fjórðung stofnkostnaðar sem styrk til stórra áveitufram-
kvæmda.17 Heimild til þess var bundin í lögum um áveitu á Flóann
1917, rökstudd með því að „ áveita þessi, ef hún kemst í verk, hlýtur
að færa landssjóði eigi lítinn auka gróða á ýmsa lund, svo sem önn-
ur slík þjóðþrifafyrirtæki, og venja virðist komin á, að styrkur
landssjóðs nemi fjórðungi kostnaðar, sbr. m. a. [...] hafnarlög fyrir
Reykjavíkurkaupstað“.18 Með lögunum var landsstjórninni einnig
heimilað að taka að sér framkvæmd verksins og veita eða ábyrgjast
lán fyrir stofnkostnaðinum öllum; og styrkja skyldi að fjórðungi
kostnað einstakra jarðeigenda við gerð flóðgarða. Þessar heimildir
voru allar notaðar, auk viðbótarheimilda (lög nr. 10/1926) til að
styrkja vegagerð og mjólkurbú.
Þegar Skeiðaáveitan tók til starfa 1923 hafði hún lítil tök á að
greiða niður skuldir sínar. Afurðaverð bænda hafði fallið fyrr og
skyndilegar 1919-20 en almennt verðlag, þannig að hagur þeirra
þrengdist mjög í bili. Þegar úr rættist, hafði allt verðlag lækkað
stórum, og skuldabyrði áveitunnar var orðin í allt öðru hlutfalli við
tekjur bænda en til var ætlast. Arið 1929 höfðu bændur enn sama
og ekkert greitt upp í stofnkostnað áveitunnar.19 Þá kom ríkisvald-
ið til skjalanna; Alþingi ákvað 1929 að láta rannsaka fjárhag Skeiða-
áveitunnar og greiðslugetu bænda með það að marki að ríkið tæki
að sér hluta af skuldabyrðinni. Samkvæmt tillögum stjórnskipaðr-
ar nefndar voru á næsta þingi sett lög (nr. 43/1930) um greiðslu
kostnaðar af Skeiðaáveitunni; skyldi ríkið taka að sér áhvílandi
skuldir, en bændur endurgreiða þær vaxtalaust á 30 árum.
Nú var Flóaáveitan einnig tekin til starfa, öll í skuld, en stóð