Skírnir - 01.09.1988, Side 129
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
335
þeim mun betur að vígi en Skeiðaáveitan að hafa ekki tekið fram-
kvæmdalán sín á dýrtíðarárum. Lögum samkvæmt var hún laus við
afborganir lánanna fyrstu fimm starfsárin. A því skeiði hófst
heimskreppan 1930 og gjörbreytti aðstæðum. Verð á búsafurðum
hrundi, líkt og áratug áður, tekjur bænda drógust saman og fjöldi
þeirra lenti í greiðsluvandræðum. Kreppunnar vegna reyndist
meira að segja torvelt fyrir Skeiðamenn að nýta þá kosti um
greiðslu áveituskulda sem áður virtust einkar hagstæðir.
Nefnd var skipuð 1932 til að athuga skuldir Flóaáveitunnar og
lög (nr. 56/1933) sett um greiðslu þeirra, líkt og gert var um Skeiða-
áveituna þremur árum áður. Þetta var á því stigi kreppunnar, þegar
hvað óvænlegast horfði um hag landbúnaðarins, enda voru skil-
málarnir í samræmi við það: Jarðeigendur í Flóa skyldu aðeins
endurgreiða af áveitukostnaðinum eina krónu á hvern hektara
áveitulands árlega í 30 ár. Það var aðeins um þriðjungur af skuld
áveitunnar við ríkið, án áfallinna vaxta, sem þannig skyldi endur-
greiddur, og það vaxtalaust á 30 árum. Þannig var hlutur Flóa-
manna gerður allmiklu betri en Skeiðamanna, en brátt var ákveðið
(með lögum nr. 77/1936) að láta sömu kjör ná til Skeiðaáveitunnar.
Þá vissu menn reyndar ekki, hve skammt þess yrði að bíða að verð-
bólga stríðsáranna gerði hinar árlegu greiðslur áveitubænda enn
verðminni en til var ætlast.
Tímabundin áföll landbúnaðarins um 1920 og aftur um og eftir
1930, ásamt almennri verðhjöðnun áranna eftir 1920, ollu nokkru
um fjárhagsvanda áveitufélaganna. Niðurstaðan, að ríkið axlaði
fjárfestingarkostnað þeirra nær alfarið, var þó staðfesting þess að
vandinn stóð dýpra: Áveiturnar miklu voru, við aðstæður um og
eftir 1930, úreltar framkvæmdir sem aldrei gætu borið vexti og af-
borganir af fjármagni sínu.
IV
Áveiturnar miklu voru aldrei teknar í notkun að fullu. Á Mikla-
vatnsmýraráveituna var, vegna hönnunargalla, erfitt að ná vatni,
uns hún var á endanum tengd Flóaáveitunni. Skeiðaáveitan var líka
vatnslítil með köflum fyrstu árin, en það var síðar lagfært. Tals-
verður hluti áveitulandsins varð aldrei nýttur, vegna þess að bænd-