Skírnir - 01.09.1988, Page 131
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
337
1. Engjarœkt eða túnrækt?
Islenskur landbúnaður var aðallega sauðfjár- og nautgriparækt sem
lifði á grasi: högum og slægjum. Tilþess að framleiðsla landbúnað-
arins yxi, varð að auka heyfenginn. Og til þess að sveitirnar stæðust
samkeppni við þéttbýlið þurfti að auka afköst við heyöflun, hætta
að eltast við dreifðar slægjur á rýrum engjum, en taka þess í stað
mikla uppskeru af greiðfæru landi, helst véltæku.
Hér var um tvær leiðir að velja, engjarækt, þ. e. áveitur, eða
túnrækt. Um skeið höfðu menn mesta trú á áveitunum, en síðan
var það túnræktin sem sannaði gildi sitt. Aveiturnar miklu á
Suðurlandi urðu úreltar þegar þær stóðust ekki lengur samkeppni
við túnin. Ur því var borin von að þær yrðu fullnýttar.
Trú aldamótamanna á áveitur var að einhverju leyti reist á ó-
raunsærri bjartsýni á möguleika þeirra. Menn hleyptu of djúpu
vatni á of stór flæði og héldu að því með ótraustum flóðgörðum.21
Menn voru of trúaðir á að áveita breytti mýrargróðri til hins
betra.22 Þá voru menn bjartsýnir um of á frjósemi áveitnanna. Tært
áveituvatn leysir upp áburðarefni jarðvegsins, svo að þau nýtast
jurtum betur en áður fyrstu áveituárin, en ganga síðan til þurrðar,
þótt nokkuð megi treina þau með því að nota áveituna rétt. í sumu
vatni, ekki síst jökulánum, eru að vísu áburðarefni, en sjaldnast í
svo fullkomnum hlutföllum að frjósemi áveitunnar þverri ekki
með tímanum, nema hún sé bætt upp með áburðargjöf.23
Vonbrigði af þessum sökum voru tíðust með eldri áveiturnar og
áveitur á einstökum jörðum. Stóru áveiturnar sunnlensku voru
hannaðar af meira raunsæi, og margsinnis var búið að benda á
óvissuna sem frjósemi þeirra var háð til frambúðar. Þó telja þeir
Sigurður búnaðarmálastjóri og Valtýr Stefánsson að óraunsæi í
þessu efni hafi ráðið um of áhuga Sunnlendinga á áveitunum miklu.
Þeir hafi miðað vonir sínar við reynsluna af náttúrulegum flæði-
engjum, gulstararbreiðum sem ár flæddu yfir í vatnavöxtum og
skildu eftir miklu meira grugg en áveiturnar myndu flytja.24 Efna-
greiningu á vatni Hvítár túlka þeir Sigurður svo, að varanlegur
grasvaxtarauki Flóaáveitunnar gæti numið um þremur hestum af
hektara, en aðalgildi hennar muni liggja í því að nýta áburðarforða
jarðvegsins.25 „Allt um það getur áveitufyrirtækið verið fyllilega
22 — Skírnir