Skírnir - 01.09.1988, Síða 132
338
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKÍRNIR
réttmætt,“ segir Flóanefndin frá 1926, „sé þess gætt, að grasaukinn,
sem af því hlýst, notist sem best og notist strax á næstu árum.“26
Arðsemi áveitnanna átti sem sagt að velta á skjótri fullnýtingu
þeirra meðan frjósemi þeirra væri sem mest.
Sláttuvélarnar voru tækninýjung sem um skeið jók áhuga Is-
lendinga á engjarækt og áveitum. Farið var að reyna þær fyrir og
um aldamót, en með litlum árangri, því að erlendar sláttuvélar voru
yfirleitt gerðar fyrir miklu gisnara gras og þyngri hesta en hér var
um að ræða. Upp úr 1907 lærðist mönnum að velja sláttuvélar sem
hentuðu aðstæðum, og reyndust þær best á sléttum engjum. A tún-
um gekk verr að nýta þær, landið tíðum illa slétt og grasið of þétt,
þannig að vélarnar urðu of þungar í drætti.27 Ef menn vildu nýta
þessa tækninýjung, hestasláttuvélina, virtist því álitlegast að bæta
engjarnar með áveitum. Talsverður áhugi beindist að því að slétta
engjar, auk þess sem menn höfðu tröllatrú á að áveitur leiddu sjálf-
krafa til sléttunar lands. Vonirnar um að land yrði véltækt við
áveitu hafa óvíða ræst. Hins vegar lærðist mönnum smám saman að
nota sláttuvélar á túnum, og varð túnrækt við það álitlegri kostur
en áður.28
Áburbarskortur var áhyggjuefni sem mótaði alla hugsun Islend-
inga um jarðrækt. Tilbúinn áburður var útlend nýjung sem menn
fylgdust með af áhuga, en treystu ekki á til almennra nota vegna
kostnaðar.29 Það varð sem sagt að búa að húsdýraáburðinum mest-
megnis, en hann var óhjákvæmilega af skornum skammti. Kýr, sem
aldar voru á töðu, gerðu ekki öllu betur en „rækta fóðrið sitt“;
áburðurinn undan þeim fór á túnið, og lítið var aflögu til nýræktar.
Framfaraviðleitni í jarðrækt beindist því að miklu leyti að nýtingu
áburðarins. Stuðlað var að mótekju, svo að ekki þyrfti að brenna
sauðataði, og leiðbeint um meðferð áburðar. „Aburðarhús og
forir“ voru meðal styrkhæfra jarðabóta, a. m. k. frá 1891, og á 3.
og 4. áratugnum voru þær í hæsta styrkflokki ræktunarfram-
kvæmda.30 Fram hjá því varð þó aldrei komist, að búfjáráburður-
inn einn leyfði ekki túnrækt nema í smáum áföngum. Áveiturnar
mátti hins vegar gera eins hratt og í eins stórum áföngum og menn
vildu, og þær áttu að gera sama gagn og tún: gefa kúgæft hey.
Með áveitunum mátti sem sagt fjölga kúm; þá jókst áburðurinn,
og hann mátti nota til að viðhalda frjósemi áveitunnar ef hún