Skírnir - 01.09.1988, Page 135
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
341
tæplega 7000 hekturum. Öll þau tún hafa varla gefið meiri upp-
skeru en Flóaáveitan ein, ef hún hefði verið fullnýtt, og þau kost-
uðu margfalt meira en sunnlensku áveiturnar til samans. Samt voru
það túnin sem áttu framtíðina fyrir sér - þrátt fyrir kreppuna
minnkaði nýrækt aðeins um þriðjung frá 1931 til 1935 — meðan
áveiturnar gátu með engu móti staðið undir sér. Hér eru tæknilegar
skýringar ekki einhlítar.
2. Nýting og arðsemi áveitnanna
Hugmyndir manna um arðsemi áveitnanna miklu höfðu kannski
ekki alltaf verið rökstuddar eða raunsæjar, en tilraunir höfðu menn
þó gert, einkum á seinni stigum málsins, til að réttlæta framkvæmd
þeirra með arðsemisáætlunum. Þær áttu að gefa af sér hálft kýrfóð-
ur á hektara, eins og fyrr segir, eða 15-20 hesta. En jafnvel þótt að-
eins væri reiknað með uppskeruauka úr 8 hestum í 12 og heyið
reiknað gætilega til verðs, áttu fjórir hestburðir á hektara á ári að
gera framkvæmdirnar arðbærar.42 Einnig mátti reikna áveituheyið
yfir í mjólk, verðleggja hana hóflega, og sjá: „þá borgar eins árs
gróði á þessum 7000 kúm allan áveitukostnaðinn; allar árstekjurn-
ar af þeim slaga þá upp í 10 milljón kr“.43 Svona áætlanir voru
kannski lauslegar, og þær voru háðar forsendum sem eitthvað
breyttust í tímans rás. En það var í rauninni aðeins ein forsendan
sem brást gersamlega: að áveiturnar yrðu nýttar til hlítar. Þær
brugðust sem fjárfesting af því að það var engin þörffyrir alltþetta
gras á Skeiðunum og í Flóanum. Miðað við fulla nýtingu áveitn-
anna, og búskapartækni eins og hún var milli 1930 og 40, hefðu þær
enn átt að vera meira en samkeppnisfærar við túnræktina. En mun-
urinn var sá, að túnin ræktuðu menn ekki fyrr en þeir höfðu not
fyrir þau.
Það sem mönnum missýndist um var hvorki meira né minna en
framtíðarþróun íslensks landbúnaðar. Þeir sáu hann fyrir sér sem
atvinnuveg í sókn, en í reyndinni var hann alla tíð í vörn. Menn
gerðu ráð fyrir vaxandi fjölda sveitafólks á æ fleiri býlum sem fram-
leiddi fyrir erlendan markað, en í reyndinni hélt fólki og heimilum
í sveit áfram að fækka, og landbúnaðurinn fór að treysta mest á inn-
lendan markað.44