Skírnir - 01.09.1988, Side 137
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
343
smjörframleiðslu til útflutnings. Smjörið yrði flutt [...] til Reykja-
víkur, og þaðan aftur fóðurbætir og tilbúinn áburður." Athygl-
isvert er að Sigurður hugsar sér keyptan bæði fóðurbæti og tilbúinn
áburð, í viðbót við afrakstur áveitunnar sjálfrar. En þótt ekki sé
miðað við svo nútímalegan búskap, myndi áveitan gefa af sér bú-
fjáráburð. Jón Þorláksson reiknar árið 1914 7000 kýr á áveitu-
heyið, og með áburðinum undan þeim megi rækta 600 hektara túns
árlega og bæta við jafnmörgum kúm, og beri Flóinn á endanum 20-
30 þúsund kýr, aðeins ef aðgangur fáist að markaði.46 Svipuð er
framtíðarsýn Jónasar frá Hriflu 1922:
I stað þess að reka ránbúskap, lifa að mestu af óræktuðu landi, og framleiða
ódýr hráefni og torseld matvæli, verða Islendingar að gerbreyta um aðferð.
Minnka rányrkjuna, slétta með vélum túnin og ræsa fram, auka áveitur, þar
sem þeim verður við komið, fjölga sjálfstæðum býlum, vinna að heyskap
og nýtingu með vélum, eftir því sem framast er unnt. Hafa aðallega kúabú,
þar sem jörðin er frjósöm og best ræktunarskilyrði. Koma aftur upp smjör-
búum, sem starfa allt árið. Selja smjörið til Englands. Hafa ostagerð sam-
hliða smjörgerðinni, þar sem það á við.47
Jónas er að vísu meiri túnræktarsinni en áveitusinni. Að því leyti
er hann maður nýs tíma. Trúin á áveiturnar
var stundarályktun byrjendanna. Nú eru þeir, sem best hafa vit á áveitu-
málunum, eins og t. d. Sigurður Sigurðsson forseti Búnaðarfélagsins og
Valtýr Stefánsson áveitufræðingur, teknir að halda þeirri trú að þjóðinni,
að áveiturnar séu að vísu góðar, en þó sé túnræktin betri.48
Þetta þýðir þó ekki að Jónas sé ósammála Jóni um framtíð Flóans,
járnbrautina, kúabúskapinn, túnræktina með áburðaraukanum.49
Hann vill aðeins, í ljósi nýrra möguleika túnræktarinnar, búa fleiri
héruðum sams konar framtíð.
Það var þess konar framtíð, útflutningsframleiðsla smjörs og
osta, sem réttlæta myndi áveiturnar miklu. Nokkur byrjun var haf-
in á því sviði, þar sem voru rjómabúin á árunum eftir aldamót. Þau
framleiddu smjör til útflutnings, að vísu í smáum stíl, og náðu
sæmilegum markaði í Bretlandi. Rjómabúin störfuðu aðeins yfir
sumarið og unnu jöfnum höndum úr sauðamjólk og kúa. Þau biðu
hnekki á stríðsárunum fyrri, og eftir 1918 tókst ekki nema að litlu
leyti að endurreisa þau. Fráfærur voru þá að leggjast niður, en til að
gera kúabúskap arðbæran þyrftu rjómabú að starfa mestan hluta