Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 138
344
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKIRNIR
ársins. Það var margs konar erfiðleikum háð, m. a. vegna sam-
gangna, og reyndin varð sú að smjörútflutningur hófst ekki að
nýju.
Aftur á móti jókst á þessum árum nýmjólkursala í þéttbýli, og
kúabúskapur reyndist arðvænn þar sem koma mátti mjólkinni á
slíkan markað. Tilbúni áburðurinn, þúfnabanarnir og ræktunar-
styrkirnir höfðu í fyrstu langmest áhrif í Reykjavík og nágrenni,
þar sem mjólkursala og stórfelld túnrækt varð grundvöllur stór-
býla, þótt ekkert kæmist í hálfkvisti við Korpúlfsstaðabú Thors
Jensen. „Einstakir bændur og jarðræktarmenn, sérstaklega við
kauptúnin, eru þegar byrjaðir að búa þeim viðreisnar- og ræktun-
arbúskap, sem hefir áburðarkaup og aukna túnrækt að aðalein-
kennum,“ ritar Arni G. Eylands 1928.50 Nýmjólkurmarkaðurinn
bar hinn mikla ræktunarkostnað túna, jafnvel á erfiðu landi eins og
víða í grennd við Reykjavík. Innanlandsmarkaður fyrir smjör og
skyr var allmiklu lakari, og útflutningur á smjöri og osti var víst
enn óárennilegri, þó að lítt væri látið á það reyna.
Við þessar aðstæður komu áveiturnar miklu í gagnið og í tengsl-
um við þær Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkurbú Olfusinga 1929-
30, og voru þau reist fyrir ríkisfé, þar af fjórðungur óafturkræft
eins og til áveituframkvæmdanna.51 Þau unnu ost, skyr og smjör úr
mestum hluta mjólkurinnar og seldu innanlands.52 Verðið var lágt,
og búin reyndu að bæta það upp með því að selja til Reykjavíkur
sem mest af nýmjólk og rjóma. Þar var harðnandi samkeppni um
takmarkaðan markað: sölukostnaður jókst og verðhrun vofði yfir,
uns ný skipan tók gildi 193 5.53 Þá var mjólkursamsölu komið á í
Reykjavík og verðjöfnunargjald lagt á nýmjólk og rjóma til að bæta
bændum upp andvirði smjörs og osts.
Fjölgun kúa á áveitusvæðunum varð að vísu miklu minni en
menn höfðu ætlast til, en það var ekki nema lán í óláni, úr því að
menn treystust ekki að framleiða til útflutnings og hinn þröngi
innanlandsmarkaður varð að halda uppi kúabúskapnum.54
Forgöngumenn áveitnanna miklu reistu allar arðsemishug-
myndir sínar á því að kúabúskapur íslendinga yrði sjálfstæður út-
flutningsatvinnuvegur. Þegar hann varð það ekki - stóðst ekki
samkeppni við arðsemi sjávarútvegsins sem útflutningsframleiðslu
- var úti um áveiturnar sem arðbærar framkvæmdir.