Skírnir - 01.09.1988, Side 139
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
345
4. Nýbýli á áveitulandi?
Ef vonir manna hefðu ræst um útflutningsframleiðslu mjólkurvara
og áveiturnar miklu verið fullnýttar í því skyni, hefði það þýtt
geysimikla framleiðsluaukningu í litlum hluta sveitabyggðarinnar
- á 200 jörðum af 6700 ef notaðar eru tölur Sigurðar búnaðarmála-
stjóra. Hvernig voru þessar jarðir og búendur þeirra fær um að tak-
ast á við slíkt verkefni? Og hvaða áhrif ætti nýting áveitnanna að
hafa á dreifingu byggðarinnar? Snemma komst á dagskrá sú hug-
mynd að áveitunum ætti að fylgja fjöldi nýbýla, þannig að áveit-
urnar væru fullnýttar af fjölskyldubúum af venjulegri gerð fremur
en fáum stórbúum.
Sigurður Sigurðsson ráðunautur rökstyður nýbýlahugmyndina
í Búnaðarritinu 1907:
Greiðist kostnaðurinn við áveituna að mestu leyti af landssjóði, án þess um
leið að gerðar séu ráðstafanir til að fólk flytji inn í Flóann og eigi þar kost
á jarðnæði með sérstökum hlunnindum til að byrja með, er þess naumast
að vænta að fyrirtækið beri sig um langt skeið.
Tillaga Sigurðar er:
að eigendur jarðanna á áveitusvæðinu skuldbindi sig til, um leið og afráðið
er um framkvæmd verksins, að láta af hendi við landssjóð stærri og minni
spildur af jörðum sínum, með því verði sem á þeim er nú.55
Þannig gætu stjórnvöld boðið fram jarðnæði undir nýbýli,
A fundum með Flóamönnum síðar á árinu hafði landsöluhug-
myndin verið til umræðu, en að því sinni sem uppástunga Thal-
bitzers, danska áveitufræðingsins. Þar, segir Sigurður í framhaldi
greinar sinnar, „tóku flestir dauft í það, og sumir voru því fráhverf-
ir með öllu. Kváðust heldur mundu vilja taka að sér að greiða álög-
ur og kvaðir þær, er áveitan kynni að hafa í för með sér“.56
Landbúnaðarnefnd neðri deildar, sem flutti tillöguna um skipun
nefndar til að undirbúa Flóaáveituna 1915, taldi
það sjálfsagt, að hagnaðurinn við áveituna rynni ekki allur í vasa landeig-
endanna í Flóanum, heldur fengi landið sinn kostnað endurgoldinn á ein-
hvern hátt í landi á áveitusvæðinu, sem láta mætti af hendi með sanngjörnu
verði til manna, sem ekkert jarðnæði fá nú, en vilja gjörast bændur í sveit.57