Skírnir - 01.09.1988, Síða 141
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
347
Það fólk, sem þar er nú, mundi alls ekki komast yfir að nota landið. Inn-
flutningur byrjaði annars staðar af landinu. I stað þess að synir og dætur
bænda í öðrum héruðum landsins, sem skortir þar landrými, leita nú af
landi burt, eða í sjóþorpin, myndi austurbrautin skapa skilyrði fyrir nýju
landnámi slíkra manna. Það væri mikil handvömm, ef áveitumálum og
járnbrautarlagningu á Suðurláglendinu yrði hagað svo, að lítið yrði úr slíku
landnámi.62
Raunar var stofnun nýbýla ekki aðeins leið til að nýta áveiturnar,
heldur var það hugsjón út af fyrir sig að greiða fyrir nýbýlamyndun
til að bæta úr jarðnæðisskorti og fjölga sveitaheimilum.63 Hér virt-
ist vera tækifæri til að tengja tvö framfaramál landbúnaðarins,
áveitur og nýbýli, en óljósara hvernig að því skyldi staðið.
Leið nú að því að Flóaáveitan yrði fullgerð, og var skipuð nefnd
1926 samkvæmt nýsamþykktum lögum til að athuga hvað gera
þyrfti til að nýta áveituna. Nefndarmenn voru Geir Zoéga vega-
málastjóri (enda var vegagerð í Flóanum ein af hliðarframkvæmd-
um áveitunnar svo að koma mætti mjólk á markað), Magnús bóndi
Þorláksson á Blikastöðum (frægur túnræktarmaður, bróðir Jóns,
þáverandi forsætisráðherra) og Valtýr Stefánsson (nú orðinn rit-
stjóri Morgunblaðsins). Það var sú nefnd, sem af tæknilegum á-
stæðum mælti með að grasaukinn af áveitunni „notist sem best og
notist strax á næstu árum“. En samt telur hún „affarasælast, bæði
fyrir bændur svæðisins og ríkissjóð, að býlafjölgunin í Flóanum
kæmi smátt og smátt, jafnóðum og framleiðslan vex“,64 og gerir
nefndin því tillögur um mjólkurbú og vegabætur, en engar sérstak-
ar ráðstafanir til stofnunar nýbýla. Hér er í rauninni sama viðhorf
og hjá nefndinni áratug áður, að meiri þörf sé á að stækka búin en
fjölga býlunum. Meðalbóndinn í Flóa á, telur nefndin, sex kýr, og
muni fjöldi þeirra tvöfaldast á 6-8 árum, en aðeins þurfi eina kýr-
nyt á hvern bónda til að standa undir greiðslum af áveituláninu.65
Þá er að vísu ótalin greiðslubyrði vegna mjólkurbúsins og þeirra
garða og skurða sem landeigendur áttu sjálfir að kosta, og auk þess
bendir nefndin á, að stækkun búanna kosti fjárfestingu í gripum og
húsum.
Um þessar mundir var umræðan um nýbýlamál að beinast nokk-
uð í þann farveg, að reisa skyldi þéttbýl nýbýlahverfi, sveitaþorp,
jafnvel samvinnubyggðir. Möguleikar áveitnanna miklu hefðu átt
að falla vel að slíkum hugmyndum. Enda vaknar nú aftur áhugi á