Skírnir - 01.09.1988, Page 144
350
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKÍRNIR
við túnræktina, og kom Flóinn því ekki til álita í því samhengi, ekki
einu sinni „Síbería“. Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri
og Pálmi Einarsson gera t. d. 1944 yfirlit yfir 16 hugsanleg nýbýla-
hverfi víða um land, en ekkert þeirra á áveitusvæðum Flóa og
Skeiða.76 Frá 1947 vann Landnám ríkisins, undir stjórn Pálma Ein-
arssonar sem landnámsstjóra, að því að koma á fót byggðahverf-
um, og hófust framkvæmdir í Olfusi, síðan á Þinganesi í Horna-
firði og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu. Næstu áform voru um ný-
býli á völdum stöðum í Skagafirði, Austur-Húnavatnssýslu og
Suður-Þingeyjarsýslu,77 en allt var miðað við túnrækt og Flóinn
ekki á dagskrá fremur en áður.
5. Pólitískur vilji
Var nokkurn tíma skynsamlegt að vænta þess, að kúabúskapur
yrði arðsamur útflutningsatvinnuvegur á Islandi og í krafti hans
unnt að stórauka byggð á áveitusvæðunum sunnanlands? Ef til vill
var sú hugsun ekki fráleit snemma á öldinni, en vélvæðing í sjávar-
útvegi og breytingar í kjölfar hennar gerðu vinnuaflið dýrara og
innanlandsmarkað álitlegri fyrir landbúnaðinn en útflutning. Eftir
1920 hafa hugmyndirnar um stóraukningu sveitabyggðar og
mjólkurframleiðslu til útflutnings verið býsna langsóttar. En þær
voru raunar í eðli sínu fremur hugmyndir um hið æskilega en hið
sennilega, fremur pólitískur ásetningur en hagfræðileg áætlun.
Ásetningurinn var sá, að sveitirnar skyldu halda sínum hlut
gagnvart þéttbýlinu, njóta fjárfestingar, framfara og fólksfjölgunar
til jafns við sjávarbyggðina. Til að þessu yrði framgengt, varð land-
búnaðurinn að njóta nýrra markaða, útflutnings í stórum stíl, og
mjólkurafurðir virtust þá vænlegasti kosturinn.
Auk þess sem landbúnaðurinn [. . .] hefir verið mesti atvinnuvegurinn,
þá er hann einnig uppáhalds-atvinnuvegur landsmanna að því leyti, að allir,
er á slík mál minnast, óska að hann megi halda áfram að skipa öndvegissæt-
ið meðal atvinnuveganna, bæði vegna þess að starfsemi hans er fastari
böndum bundin við landið sjálft heldur en starfsemi hinna atvinnuveganna
og þó ekki síður vegna hins að friðsemi og festa sveitalífsins er miklu betri
gróðrarstöð fyrir borgaralegar dyggðir hjá hverri upprennandi kynslóð
heldur en hringiða fjölmennisins í borgum og fiskiverum.78