Skírnir - 01.09.1988, Qupperneq 145
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
351
Svo ritar Jón Þorláksson árið 1914, og tjáir hér umbúðalaust
kjarna þess viðhorfs til landbúnaðarins, sem telja má ríkjandi á öllu
því tímabili sem hér ræðir um. Það var pólitískt markmið, viður-
kennt í öllum meginfylkingum stjórnmálanna, að hindra fólks-
flóttann úr sveitunum, að snúa vörn í sókn í uppbyggingu land-
búnaðarins. Það tókst að vísu ekki; það vitum við nú. En e/það átti
að takast, þá voru ekki aðrar leiðir vænlegri en áveiturnar miklu.
Aveituáformin tengdust þannig viðurkenndum þjóðþrifahugsjón-
um, og þess vegna var erfitt að leggjast gegn þeim, þótt útlitið um
arðsemi þeirra færi að verða tvísýnt.
Skeiðamenn tóku fullnaðarákvörðun um áveitu sína árið 1916.
Þá voru rökin fyrir áveitum umfram túnrækt enn í fullu gildi og af-
koma landbúnaðarins ágæt vegna góðs afurðaverðs 1915 og 16.
Aræði þeirra og framkvæmdahugur eru skiljanleg í því ljósi. Sama
bjartsýni býr að baki þingsályktuninni um Flóaáveituna 1915.
Framsögumaður þingsályktunartillögunnar kallar hina endur-
skoðuðu kostnaðaráætlun „hreinasta gjafverð og margfalt ódýrara
en að slétta og rækta tún“. „Þó að túnræktin [. . .] sé ágæt og sjálf-
sagt að halda áfram með hana, þá er hún ekki jafn fljóttekinn gróði
og áveitur, þar sem þær heppnast vel.“79 Sem er laukrétt á þeim
tíma, ef treyst er á fulla nýtingu áveitnanna.
Nefndin 1916, Jón Þorláksson og félagar, er öllu dempaðri í
hagnaðarvonunum, eins og fyrr var rakið í sambandi við nýbýlin.
Frumvarp hennar kom fyrir Alþingi í ágúst 1917, þegar verðlag var
farið að hækka örar en áður og hagur landbúnaðarins var miklu
þrengri en árin á undan. Ríkisstjórnin hafði þá ekki hirt um að
flytja frumvarpið, heldur gerðu þingmenn Arnesinga það, og tónn-
inn í umræðunum er ekki sá, að verið sé að ákveða tafarlausa fram-
kvæmd áveitunnar, aðeins heimild til að gera hana ef í það fari.
Jafnvel bryddir á efasemdum um arðsemi verksins, einkum hjá
Hirti Snorrasyni, sem þó vill styðja málið, úr því að landeigendur
virðast vilja taka á sig mestan kostnaðinn „þótt þungbær verði
nokkuð í byrjun". Hirti er þettahugsjónamál: „Ræktunlandsins er
eitt af aðalskilyrðunum fyrir framförum, efnalegu sjálfstæði og
gengi þjóðarinnar yfirleitt í framtíðinni.“ Því sé áríðandi að þar
verði sem mestu ágengt. „Jafnvel í þeim greinum, sem orkað getur
tvímælis um hvernig gefast muni - eins og ef til vill á sér stað í þessu