Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 146
352
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKÍRNIR
máli - getur verið varhugavert að vera um of varfærinn.“80 Það er,
með öðrum orðum, naumast unnt að leggjast gegn áveitufram-
kvæmdunum meðan ekki er önnur leið sýnileg til að tryggja þá
uppbyggingu í landbúnaði sem menn vilja trúa á.
Nú hikar stjórnin við framkvæmdina, uns bankarnir taka frum-
kvæði og bjóða fé til verksins 1920.81 Það er þegið, og þó enn beðið
með framkvæmdir. Hér mun stjórnin einkum vera að bíða af sér
dýrtíð og fjárkreppu. Verulegar efasemdir um sjálfa framkvæmd-
ina koma ekki fram fyrr en í skýrslu þeirra Sigurðar búnaðarmála-
stjóra og Valtýs Stefánssonar fyrir hönd Búnaðarfélagsins 1. des-
ember 1921, fáum dögum áður en ráðherra, Pétur Jónsson á Gaut-
löndum, skuldbatt stjórnina til að hefja verkið. Þeir benda á alls
konar annmarka á fyrri áætlunum, leggjast ekki beinlínis gegn
áveitunni, en mæla með gjörbreyttri framkvæmdaáætlun.82 Ber-
sýnilega vakir fyrir þeim, að túnrækt sé að verða vænlegri kostur en
áveitur. Þeir vilja miða gerð áveituskurðanna við það, að þeir nýtist
sem best til landþurrkunar, í vændum þess „að með tímanum auk-
ist ræktun Flóans og verði „intensivari" en búist verður við að hún
verði til lengdar með áveitunum einum“.83 Fyrst verði gerðar uppi-
stöður fyrir rigningar- og leysingarvatn, ásamt nauðsynlegum
hlutum skurðakerfisins, og séð til með reynsluna af þeim ásamt
Skeiðaáveitunni, en frestað gerð aðfærsluskurða. Hins vegar verði
áveitunni heimilað að eignast þúfnabana til að slétta engjar og gera
véltækar. Sléttunin muni að vísu kosta tvöfalt á við sjálfa áveituna,
„en sá kostnaður kæmi á bændurna eftir efnum og ástæðum, smátt
og smátt, um leið og þeir ykju bústofn sinn“.84 Því sé ólíkt farið um
meginskurð áveitunnar, því að „álögur hans koma á jarðirnar svo
til í einu“.85
Sjáanlega vakir fyrir þeim Sigurði og Valtý að Flóaáveitan verði
í rauninni aldrei gerð, heldur verði fjárveitingum til hennar hægt og
gætilega þokað í túnræktaráttina. Þetta er líka um sama leyti og þeir
eru, með Thor Jensen og fleirum, að leggja grundvöll túnræktar-
stefnunnar með því að örva innflutning áburðar, útvega þúfnaban-
ana, semja jarðræktarlögin og efla Ræktunarsjóð. Arni G. Eylands,
þúfnabanastjóri og jarðyrkjufrömuður, sem síðar kvað upp úr með
það að áveiturnar hefðu verið mistök, kvað það hafa verið