Skírnir - 01.09.1988, Page 147
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
353
allt í senn: merkilegt, slysalegt og lítt skiljaniegt, að oss á því herrans ári
1922, þegar byrjað var á Flóaáveitunni, skyldi ekki ennþá hafa auðnast að
eignast svo sannmenntaða, víðsýna og einarða fagmenn og forgöngumenn
á sviði jarðræktarinnar, að þeir sæju og segðu frá, að fyrirtækið væri órétt-
mætt.86
í framhaldsgrein rifjar Árni upp skýrslu Sigurðar og Valtýs, sem
„virðist hníga mjög að því að færa fram sæmileg rök fyrir því, að
það sérangt að ráðast í þessa áveitu," ogþað „um samaleytiogver-
ið var að efna til jarðrœktarlaganna,“ en hann furðar sig á einurðar-
skorti þeirra að leggja þó ekki beint gegn framkvæmdinni.87 Sjálfur
boðar Árni túnræktarstefnu, þótt hann viðurkenni áveitur sem
„hjálparatriði [...], sums staðar til frambúðar, en víðast ekki nema
um tímabundna nánustu framtíð“.88
Árni virðist, í ljósi reynslunnar, hafa lög að mæla; túnræktar-
stefnan hafi sannað gildi sitt. Það er þó ekki alls kostar einfalt að
meta. Túnrœktin gerði aldrei það gagn sem áveitunum var œtlað.
Til að nýta hið háa mjólkurverð í vaxandi þéttbýli dugði túnræktin
vel, jafnvel hin dýra stórræktun í grennd Reykjavíkur. En hún
hefði enn síður en áveiturnar getað staðið undir smjörgerð og osta
fyrir heimsmarkað. Túnræktin gerði líka ómetanlegt gagn við að
verja undanhald landbúnaðarins, halda flestum jörðum landsins
byggilegum þrátt fyrir þverrandi vinnuafl og aukna tekjuþörf
sveitaheimilanna; jafnvel svo byggilegum að tvö eða þrjú heimili
gætu lifað af jörð fjölskyldunnar. En fjölskyldubúin um dreifðar
sveitir landsins urðu aldrei sá vaxtarbroddur atvinnulífs sem for-
kólfar áveitnanna höfðu í huga.
Þess vegna var svo erfitt að hverfa frá áveitunum. Rök Sigurðar
og Valtýs 1921, jafnvel rök Árna Eylands tíu árum síðar, samrým-
ast ekki markmiðinu um stórfellda aukningu byggðar og fram-
leiðslu í sveitum. Valtýr hafði raunar sjálfur talið árið 1920
Grund til at tro, at de paatænkte eller delvis projekterede Vandingsanlæg
vil komme til at faa en stor Betydning for Landbrugets Opsving i den nær-
meste Fremtid.89
Á Alþingi 1926, þegar til umræðu eru heimildir til viðbótarfram-
kvæmda við Flóaáveituna, eru efasemdir á kreiki. „Verkfræðilega
hliðin ein hefir verið athuguð," segir Tryggvi Þórhallsson, „en hin
23 — Skímir