Skírnir - 01.09.1988, Síða 153
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
359
sem nú eru á dagskrá þjóðarinnar" (Ragnar: „Annáll Búnaðarþinga“,
bls. 67).
65. Álit Flóanefndarinnar [. . .] 1926, bls. 18, 24.
66. Alþtíð. 1930, A, bls. 128.
67. Sama rit, bls. 129.
68. Sigurður, Búnaðarbagir, bls. 139.
69. Alþtíð. 1933, A, bls. 784-785, tilv. bls. 784.
70. Alþtíð 1933, B, d. 1880 (Bjarni Ásgeirsson).
71. Sigurður: Búnaðarhagir, bls. 142.
72. Sjá, auk fyrrgreindra heimilda, kaflann „Fjölgun sveitaheimila“ eftir
Pálma Einarsson, landnámsstjóra, bls. 62-70 í fyrrnefndri grein hans,
„Framkvæmdir í sveitum".
73. Milliþinganefnd Búnaðarþings 1943 II, Rvík (Búnaðarfélag Islands)
1947, bls. 85.
74. Pálmi: „Framkvæmdir í sveitum“, bls. 63.
75. Milliþinganefnd Búnaðarþings, bls. 86.
76. Sama rit, bls. 101.
77. Pálmi: „Framkvæmdir í sveitum“, bls. 76-70.
78. Jón Þorláksson: Ræður og ritgerðir, bls. 457-458.
79. Alþtíð. 1915, B III, d. 1813, 1815 (Guðmundur Björnsson).
80. Alþtíð. 1917, B, d. 1176, 1177.
81. Þetta tilboð tengist 3 000 000 króna skuldabréfaútboði ríkissjóðs í
samstarfi við bankana. Þeir Jörundur Brynjólfsson, Pétur Magnússon
og Steinn Steinsen („Nefndarálit", Alþtíð. 1933, A, bls. 780-786) segja
(bls. 781): „Af innanlandslántökunni 1920, 3 millj. kr., hétu Lands-
banki Islands og Islandsbanki 2 millj. kr. af lánsupphæðinni með því
skilyrði, að 1 millj. kr. af láninu gengi til Flóaáveitunnar. Með þessari
ákvörðun bankanna var í raun og veru framkvæmd áveituverksins
ráðin.“ Þarna virðast bankarnir tveir hafa fastari stefnu í málinu en sjálf
ríkisstjórnin, og mun það tengjast stjórnarkreppu veturinn 1919-20 og
erfiðri stjórnarmyndun Jóns Magnússonar. Að sögn Jónasar frá Hriflu
„hafði Landsbankinn, undir forustu Magnúsar Sigurðssonar, for-
göngu um ríkislán innan lands, en gerði það jafnframt að skilyrði, að
allt að einni milljón króna yrði varið til að framkvæma Flóaáveituna".
Qónas Jónsson: „Islenskir samvinnumenn", bls. 460.) Forganga
Landsbankans - og Magnúsar sem var bankastjóri Framsóknarflokks-
ins - kemur heim við það að lánstilboðið barst Flóamönnum í skeyti
frá Landsbankanum 13. febrúar 1920 (Sigurður: Búnaðarbagir, bls.
134). Stjórn Jóns Magnússonar var mynduð 12 dögum síðar, m. a. með
hlutleysisstuðningi framsóknarmanna, sem þó voru mjög andvígir því
að fá Magnús Guðmundsson sem fjármálaráðherra í stað Sigurðar
Eggerz, og hafði sú andspyrna verið hörðust frá þingmönnum Sunn-
lendinga. (Þórarinn Þórarinsson: Sókn og sigrar. Saga Framsóknar-
flokksins, I, Rvík (Framsóknarflokkurinn) 1966, bls. 65, 68.) Það