Skírnir - 01.09.1988, Page 157
SKÍRNIR
STJÓRNSPEKI LOCKES
363
an rétt og þar er enginn undir annan settur. Annað er að í ríki nátt-
úrunnar eru allir menn:
fullkomlegafrjálsir að haga athöfnum sínum og ráðstafa sjálfum sér og eig-
um sínum á þann hátt sem þeim þykir henta innan þeirra marka sem nátt-
úruréttur — eða þau lög sem rekja má til náttúrunnar — setur þeim, án þess
að spyrja nokkurn mann leyfis eða vera settir undir vilja hans.
í náttúrunni ríkir einnig jöfnuður með mönnum þar sem allir hafa jafn
mikil völd.1 (4)
Hið þriðja sem Locke nefnir eru ýmis boð og bönn sem felast í
náttúrurétti:
En þótt ríki náttúrunnar sé ríkifrelsis þá leyfirþað mönnum ekki hvað sem
er. Þótt menn hafi í þessu ríki óskorað frelsi til að ráðstafa sjálfum sér og
eigum sínum, þá hefur enginn þeirra frelsi til að tortíma sjálfum sér né
nokkurri skepnu sem hann hefur í sinni vörslu nema hann þjóni með því
einhverjum göfugri tilgangi en varðveisla hennar er. [. . .] Hver maður er
skyldugur til að varðveita eigið líf og hlaupast ekki viljandi undan
merkjum; af sömu ástæðu ber honum skylda til að gera það sem í hans valdi
stendur til að verja líf annarra svo framarlega sem það hindrar hann ekki í
að varðveita sitt eigið; og enginn skyldi svipta annan lífi né spilla þeim hlut-
um sem líf manns veltur á, frelsi hans, heilsu, limum eða eignum utan það
sé til að koma fram réttlæti á brotamanni. (6)
I fjórða lagi staðhæfir Locke að í náttúrunni beri hverjum manni
réttur til þess að framfylgja náttúrurétti. I ríki náttúrunnar er sér-
hver maður lögregla, dómari og böðull:
Til þess að mönnum sé varnað að ganga á rétt annarra og skaða hver
annan, og til þess að náttúrurétti sé fylgt, sem stuðlar að friði og varðveislu
mannkynsins alls, þá er sérhverjum manni falið að framfylgja honum. I ríki
náttúrunnar hefur því sérhver maður rétt til að refsa þeim sem gerast brot-
legir við náttúrurétt að því marki sem þörf er á til að hindra frekari afbrot.
(7)
í fimmta lagi telur Locke að í ríki náttúrunnar hafi hver og einn
rétt til þess að:
gera hvað það sem maður telur gagnlegt, og ekki stríðir gegn náttúrurétti,
til að varðveita eigið líf og annarra. (128)
Nú er talið það helsta sem Locke segir um ákvæði náttúruréttar
og réttarstöðu fólks í náttúrunni. Hann bætir ýmsu við þetta, eins
og því að: