Skírnir - 01.09.1988, Page 158
364
ATLI HARÐARSON
SKÍRNIR
menn hafi, þá eitt sinn þeir eru í heiminn fæddir, rétt á að lifa og þar með
rétt á mat, drykk og öðrum þeim hlutum sem náttúran veitir þeim til viður-
væris. (25)
I stuttu máli eru kenningar Lockes um réttarstöðu fólks í ríki
náttúrunnar á þessa leið: Þar á hver maður að:
a) Njóta jafnréttis við alla aðra.
b) Hafa að minnsta kosti þrenn réttindi, sem eru réttur til frelsis,
sjálfsvarnar og þess að framfylgja ákvæðum náttúruréttar.
c) Vera seldur undir ýmisleg boð og bönn sem náttúruréttur kveð-
ur á um.
Af þessu er ljóst að Locke telur að í náttúrunni njóti menn rétt-
inda umfram þau sem þegnar nokkurs ríkis njóta. Ekkert ríki líður
þegnum sínum að framfylgja lögunum upp á eigin spýtur og öll
skerða þau frelsi fólks í einhverju. En hafi menn þessi réttindi í ríki
náttúrunnar, en ekki í neinu stjórnskipuðu ríki, hlýtur hið síðar-
nefnda þá ekki að svipta þá rétti sínum og brjóta þannig á þeim?
Eigi að sýna hvernig löglegt ríkisvald getur komist á verður að sýna
hvernig menn geta misst þessi réttindi án þess að þeir séu rændir
þeim. Þetta reynir Locke að gera með kenningu sinni um samfé-
lagssáttmála.
2. Samfélagssdttmálinn
Kenning Lockes um samfélagssáttmála kveður á um það, að sam-
félagið sé eins konar félag sem menn ganga í af fúsum og frjálsum
vilja með því að gera samkomulag sín í millum, eða við þá sem fyrir
eru í félaginu. Locke gerir ráð fyrir því að með þessu samkomulagi
afsali menn sér hluta þeirra réttinda sem þeir höfðu í ríki náttúr-
unnar, afhendi þau samfélaginu sem síðan ræður sér valdhafa og
veitir þeim umboð til þess að fara með nefnd réttindi.
I ríki náttúrunnar hafa menn [. . .] tvenn réttindi, ef frá er talið frelsi
þeirra til hvers kyns saklausra lífsnautna:
Hin fyrri eru réttindi til að gera hvað það sem maður telur gagnlegt, og
ekki stríðir gegn náttúrurétti, til að varðveita eigið líf og annarra.
[—]